Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 298
FRæðAMöRK
297
Þessi dæmi eru til vitnis um að fræðileg skrif vilhjálms eru ekki laus við
mælskulist enda ekki við öðru að búast þegar tekist er á um ólík sjónarhorn
og kappkostað að sannfæra aðra um ágæti eigin afstöðu. Að þessu leyti er
rökfærsla heimspekinga ekki svo gjörólík þingumræðum að annað sé hrein
rökræða en hitt eintóm mælskulist. Þar eð samræðuhættir alþingismanna
eru auðveld bráð hins ,verndaða‘ háskólasamfélags væri gagnrýni heimspek-
inga bitastæðari ef þeir færu betur í saumana á þeirri rökgerð sem liggur
kappræðum alþingismanna til grundvallar. Leggja mætti meiri vinnu í að
rannsaka til dæmis hvað sé líkt með mælskulist á vettvangi Alþingis og há-
skólasamfélagsins og hvað sé í grundvallaratriðum ólíkt, enda ekki sjálfsagt
að mæla gæði skoðanaskipta þingmanna út frá samræðuhugsjónum aka-
demíunnar.96
Líkön og veruleiki
Útfærsla vilhjálms á Foucault-gagnrýni Habermas minnir okkur á að heim-
spekileg rökræða um þjóðfélagsmál er ekki sneydd allri mælskulist. Á sama
tíma er notkun vilhjálms á kenningasmíð þýska hugsuðarins einmitt það
sem gerir greiningu hans á hruninu teoretíska og dæmi um beitingu heim-
spekikenningar við samfélagsrýni. Í greiningu „á íslensku lýðræði og nýlegri
þróun þess hef ég hliðsjón af kenningu […] Habermas um þrjár megin-
birtingarmyndir lýðræðis. Hann kennir þær við frjálslyndi, lýðveldi og rök-
ræðu.“97 Þess háttar kenning er ekki einskær lýsing á félagsveruleikanum eins
og hann hefur þróast heldur felur hún í sér abstrakt líkön af veruleikanum,
eða nánar tiltekið hluta hans, án þess þó að afmarkast um of af stund og stað:
„Sem fræðilegt líkan dregur það fram dæmigerð einkenni fyrirbærisins sem
hvergi er að finna í hreinni mynd.“98 Líkönunum, sem eru sögð – ólíkt því
sem tíðkast í vísindum – boðandi, er ætlað að skýra jafnt sem að gagnrýna
veruleikann.
Með hliðsjón af líkönum Habermas færir vilhjálmur „rök fyrir því að
þeir veikleikar íslensks samfélags sem dregnir voru fram í rannsókn á orsök-
um bankahrunsins haldist í hendur við vissa útgáfu af frjálslyndri sýn á lýð-
96 Annar heimspekingur lýsir deilum á Alþingi út frá þeirri sérstæðu rökgerð sem
ræður ríkjum í stjórnmálum. Jón Ólafsson, „Rökræðulýðræði verður stofnanalýð-
ræði. Er hættulegt að færa vald til almennings? Athugasemdir við grein vilhjálms
Árnasonar ‚valdið fært til fólksins?‘“, Stjórnmál og stjórnsýsla 1/2014, bls. 119–141,
hér bls. 123.
97 vilhjálmur Árnason, „valdið fært til fólksins?“, bls. 11–12.
98 Sama rit, bls. 22.