Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 300
FRæðAMöRK
299
eldri ádeilu hans á dygðasiðfræði frá sjónarhóli reglusiðfræði.104 vilhjálmur
hafnar „aðferðafræðilegri einstaklingshyggju sem ófullnægjandi og skældri
leið til að fást við margslungið samfélagsfyrirbæri. Siðfræðileg greining
má ekki takmarkast við athafnir og karakter einstaklinga, líkt og tíðkast í
móralískri orðræðu um orsakir fjármálahrunsins“; „við verðum að taka með
í reikninginn þau bakgrunnsskilyrði, formgerðarferli, þá stofnanamenningu
og þau samfélagsviðmið sem ýttu undir atburðinn. vandinn einskorðast ekki
við […] handfylli gráðugra og áhættusækinna bankamanna“.105
Með þessari afstöðu staðsetur vilhjálmur sig ekki aðeins fræðilega heldur
um leið í deilu sem herjað hafði utan háskólasamfélagsins: var meginorsök
hrunsins siðleysi einstakra fjárglæframanna eða leikreglurnar sem stjórn-
málamenn settu? „Davíð Oddssyni er mikið í mun að beina athyglinni frá
[…] nýfrjálshyggjuhugmyndafræði og að slæmri hegðan bankamanna […]
sú aðferðafræðilega einstaklingshyggja sem einkennir slíkar skýringar […]
hylur veigamikla skýringarþætti.“106 Hafi þessi ranga aðferð verið leiðrétt er
nú „græðgi sem siðferðilegur löstur ekki álitin vera grundvallarþáttur heldur
fremur einkenni og afleiðing samfélagskerfis. […] græðgi sem einstaklings-
einkenni […] glatar skýringarmætti sínum sé hún ekki tengd við víðara sam-
hengi hvataþátta sem hefði verið hægt að hafa áhrif á með reglugerð“.107
Almennt dregur vilhjálmur fram „annmarka dygðasiðfræði og einstaklings-
bundinna persónuleikaeinkenna við viðhald siðferðis“108; „vandinn er víð-
tækur, djúpstæður og kerfislægur. […] Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri
tíma litið brýnast að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins og styrkja
stjórnkerfið“.109 Með öðrum orðum duga dygðir og lestir einstakra gerenda
hvorki sem grundvallarþættir í greiningu flókinna þjóðfélagsfyrirbæra á
borð við hrunið né til að reisa stoðir lýðræðissamfélags.110
104 Sjá t.d. Davíð G. Kristinsson og vilhjálmur Árnason, „Rökræðan er prófsteinn
skynseminnar“, bls. 31–32.
105 vilhjálmur Árnason, „Something Rotten in the State of Iceland“, bls. 48, 59.
106 Sama rit, bls. 48.
107 vilhjálmur Árnason, „Moral Analysis of an Economic Collapse. An Exercise in
Practical Ethics“, Nordic Journal of Applied Ethics 1/2010, bls. 101–123, hér bls. 103.
108 Sama rit, bls. 105.
109 vilhjálmur Árnason, Salvör nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, „Siðferði og starfs-
hættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008“, bls. 12.
110 Með áþekkum hætti greinir iðkandi annarrar fræðigreinar frá því að „í sagnfræði er
algengt að tortryggja […] persónubundnar skýringar“, t.d. þegar fræðimenn leita
skýringa með því að draga fram „þverbrest í skapgerð Snorra [Sturlusonar]. Þarna
tel ég að sé komið út fyrir sagnfræðileg viðfangsefni.“ Helgi Þorláksson, „Þjóðveldið