Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 301
DAvÍð G. KRISTInSSOn
300
Það að vilhjálmur kenni umfjöllun sína um lýðræði, áhersluna á stjórn-
sýslu og stofnanaferli við hið „siðferðilega sjónarmið“ og þá undirgrein
heimspekinnar sem nefnist ‚siðfræði‘ fremur en stjórnmálaheimspeki er ill-
skiljanlegt nema haft sé í huga að siðfræðin hefur lengi verið mikilvægasta
grein íslenskrar heimspeki og fyrir tilstilli Siðfræðistofnunar sú eina sem
hefur stofnanagrundvöll.111 Fremur en að flokka heimspeki vilhjálms sem
hreina siðfræði, fræðigrein sem afmarkar sig frá vísindum að því leyti sem
hún er boðandi, mætti þess í stað undirstrika að hann er líkast til sá íslenski
heimspekingur sem á undanförnum áratugum hefur hvað mest kappkostað
að teygja rannsóknir sínar út fyrir þröngan ramma heimspekinnar, tengja
þær við önnur fræði, félagsvísindalegar kannanir og ítrekað bent á að heim-
spekileg nálgun ein og sér sé takmörkuð.112 Sem formaður vinnuhóps um
siðferði og starfshætti hafði vilhjálmur við rannsóknir á hruninu óvenju
greiðan aðgang að margvíslegum gögnum og auk þess umboð til að skipa
fræðafólk til að rannsaka í nafni nefndarinnar ýmsa þætti málsins. Þannig
rannsakaði Hulda Þórisdóttir félagssálfræðingur fyrir nefndina m.a. skoð-
anamyndun, ákvarðanatöku, hóphegðun, hóphugsun og fylgispekt – eða
hjarðeðli eins og það nefnist stundum á tungu heimspekinnar – á Íslandi fyrir
hrun.113 Þverfræðilegt samstarf af þessum toga er fagnaðarefni og greining
Huldu áhugaverð. Út frá spurningunni um fræðamörk mætti þó spyrja hví
fulltrúar háskólasamfélagsins í nefndinni, báðir heimspekingar, hafi einkum
og sér í lagi þurft að leita aðstoðar út fyrir eigin fræðigrein varðandi við-
fangsefni á borð við skoðanamyndun og fylgispekt. Hefur heimspekin ekkert
fram að færa á þessu sviði sem væri samkeppnishæft við niðurstöður Huldu?
Í endursögn vilhjálms eru þær svohljóðandi: „Skýrslan finnur að því að fólk
hneigist til þess að taka inn upplýsingar og túlka þær í samræmi við kerfis-
bundin markmið þeirra og skoðanir.“114 Þetta er athyglisverð fullyrðing um
grunneiginleika mannlegrar breytni. Hefði heimspekin sjálf, og sú hefð sem
hún byggist á, getað lagt hér eitthvað af mörkum?
Jón Ólafsson er í hópi heimspekinga sem skrifað hafa þó nokkuð um mál-
og samtíminn. Um leitina að sögulegum hliðstæðum og hlutverk sagnfræðinga“,
Ritið 2–3/2009, bls. 7–20, hér bls. 13–14.
111 Um áherslu á náið samspil siðfræði og stjórnmálaheimspeki sjá t.d. vilhjálmur Árna-
son, Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði, Reykjavík: Heimskringla, 2008,
bls. 9.
112 Sjá t.d. Davíð G. Kristinsson og vilhjálmur Árnason, „Rökræðan er prófsteinn
skynseminnar“, bls. 11–13.
113 vilhjálmur Árnason, „Moral Analysis of an Economic Collapse“, bls. 115.
114 vilhjálmur Árnason, „Something Rotten in the State of Iceland“, bls. 58.