Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 303
DAvÍð G. KRISTInSSOn
302
til dæmis að gagnrýnt sé, eins og Jón Ólafsson gerir, að þessi „kenningarlegi
grunnur [sé] dálítið einfaldur“118 í þeim skilningi að vilhjálmur einfaldi um
of margbrotna kenningu Habermas. Kenningar heimspekinga gegna m.a.
því hlutverki að færa rök fyrir eða gagnrýna afstöðu og skýra ákveðin fyrir-
bæri. Það hve sjaldan heimspekingar virðast notast við hugtakið tilgáta í
samanburði við tíða notkun þeirra á kenning kann annars vegar að vera til
marks um að nálgun þeirra er almennari en í tilviki afmarkaðra vísinda-
legra tilgátna, og hins vegar að þeir smíða eða endurmóta sjaldnast tilgátur
sem hægt væri – að þeirra eigin mati – að sannreyna. Ólíkt því sem tíðkast
í félagsvísindum, líta heimspekingar ekki á kenningu sem tilgátu eða safn
tilgátna er hafi ítrekað verið raunprófaðar heldur sem kerfisbundna fram-
setningu hugmynda sem skerpa sýn okkar á veruleikann.119
Raunprófun kenninga
Foucault og Bourdieu eru dæmi um heimspekimenntaða hugsuði sem
kvatt hafa hreina heimspekikenningu og tekið upp kenningasmíð sem er
samofin kerfisbundinni notkun reynslugagna. Sá fyrrnefndi kappkostar að
‚efnisbinda‘ kenningu sína með því að þróa hana í tengslum við söguleg
gögn. Bourdieu stígur skrefinu lengra og gengur til liðs við aðra vísinda-
grein, félagsfræði. Þrátt fyrir innlimun félagsvísindalegra reynslugagna gerir
hann tilkall til þess að þróa þungvæga samfélagskenningu og Bourdieu var
áfram nógu mikill hugsuður í sér til að hjá honum votti fyrir fordómum
heimspekinga í garð kenningasnauðra reynsluvísinda.120 Íslenskir fræðimenn
hafa unnið talsvert út frá kenningum þessara frönsku póststrúktúralista en
við samfélagsrannsóknir á hruninu hefur þó annar skilningur á kenninga-
smíð og tengslum kenninga við reynslugögn verið í fyrirrúmi. Helsti fulltrúi
þeirrar nálgunar og um leið sá fræðimaður sem hvað mest hefur skrifað um
afleiðingar hrunsins, einkum og sér í lagi Búsáhaldamótmælin, er Jón Gunn-
ar Bernburg félagsfræðingur. Lítum næst á þann skilning sem Jón Gunn-
ar og meðhöfundar hans – í samanburði við heimspekingana Ólaf Pál og
118 Jón Ólafsson, „Rökræðulýðræði verður stofnanalýðræði“, bls. 121.
119 Um vanda þess að gera skýran greinarmun á kenningum og tilgátum sjá t.d. Finnur
Dellsén, „Hlutdrægni í vísindum. vanákvörðun, tilleiðsluáhætta og tilurð kenn-
inga“, Ritið 3/2016, bls. 9–28, hér bls. 10.
120 Sjá Davíð G. Kristinsson, „Inngangur ritstjóra“, Pierre Bourdieu, Almenningsálitið
er ekki til, ritstj. Davíð G. Kristinsson, Reykjavik: Omdúrman/ReykjavíkurAka-
demían, 2007, bls. 7–31, hér bls. 19–20.