Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 306
FRæðAMöRK
305
mæli verða ómissandi vitnisburður um hið félagsfræðilega lögmál“.132
Tölfræðingar sem voru hlynntir samstarfi við félagsfræðinga vörðu vís-
indagrein sína gegn óréttmætum árásum og gagnrýndu þá síðarnefndu fyrir
að styðjast einkum við söguleg gögn, grípa aðeins stöku sinnum til tölfræði
til staðfestingar á fyrirframgerðri kenningasmíð og fyrir trú á félagsleg ‚nátt-
úrulögmál‘. Þeir voru hins vegar flestir sammála félagsfræðingunum um að
tölfræðin gæti ekki ein síns liðs grundvallað kenningar um þjóðfélagið og
væri því fremur hjálpargrein félagsfræðinnar.133
Að lokinni stuttri sögulegri innsýn í upphafleg tengsl tölfræði og kenni-
legrar félagsfræði skal aftur vikið að tölfræðilegri félagsfræði Jóns Gunnars
og meðhöfunda hans. Af greinaskrifum um Búsáhaldabyltinguna að dæma
virðist hann ekki kappkosta að þróa víðtækar samfélagskenningar heldur
fremur að raunprófa eldri kenningar með tölfræðilegri úrvinnslu viðtala.
Þar eð hann endurskoðar einkum tengsl sem aðrir hafa leitt í ljós eru niður-
stöður sem staðfesta fyrri rannsóknir í samræmi við það sem „búast mátti
við“ en gagnstæðar niðurstöður koma „á óvart“. Grundvallarspurning Jóns
Gunnars er áhugaverð. Hér er kafað talsvert dýpra en með fyrrnefndu hug-
lægu mati Ólafs Páls heimspekings, sem í framhjáhlaupi taldi sig meðal mót-
mælenda á Austurvelli skynja fjölda „fólks úr öllum stéttum og úr öllu litrófi
stjórnmálanna“, sem og skoðanakönnun Fréttablaðsins (21. jan. 2009) sem
mældi að tveir þriðju aðspurðra væru hlynntir mótmælunum. ætlun Jóns
Gunnars o.fl. er „að bera saman einkenni og viðhorf þeirra einstaklinga sem
tóku þátt í fjöldamótmælunum í janúar 2009 við þá einstaklinga sem ekki
tóku þátt. Með hliðsjón af kenningu Davies mætti ætla að einstaklingar sem
telja sig hafa orðið fyrir lífskjaraskerðingu vegna kreppunnar séu líklegri en
aðrir til þess að hafa mætt í mótmælin.“134 Í raun beinist kenning Davies
fremur að hugarástandi ‚fólksins‘ eða ákveðinna þjóðfélagshópa en saman-
burði á einstaklingum. Með hliðsjón af íslenskri samfélagsgerð þróar Jón
Gunnar kenningu Davies í aðra átt: „Ég breyti jafnframt kenningunni. Ég
set fram þá tilgátu að þar eð einstaklingar meta réttlæti fjárhagstjóns síns
með því að bera það saman við tap annarra […] gæti upplifað fjárhagstjón
virkjað einungis þá sem telja að þeir hafi tapað meiru en aðrir.“135 Þann-
132 Gustav Ratzenhofer, Die Kritik des Intellects. Positive Erkenntnistheorie, Leipzig:
Brockhaus, 1902, bls. 153.
133 Sjá Franz von neumann-Spallart, „Sociologie und Statistik“, Statistische Monats-
schrift 4/1878, bls. 1–18, 57–72.
134 Jón Gunnar Bernburg o.fl., „Hverjir tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?“, bls. 106.
135 Jón Gunnar Bernburg, „Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January