Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 308
FRæðAMöRK
307
í sjálfu sér fróðlegt að einstaklingar sem hafa orðið fyrir skerðingu er leiðir
til þess að þeim „finnist þeir eiga í erfiðleikum með að ‚ná endum saman‘
og ,greiða af lánum‘“141 séu ekki líklegri til að taka þátt í mótmælunum en
aðrir. Sá greinarmunur sem reynist marktækur er nánar tiltekið eftirfarandi:
„upplifun fjárhagstjóns tengist aukinni þátttöku í mótmælum og stuðningi
við þau einungis ef einstaklingar telja að kreppan hafi skaðað þá meira en
aðra.“142 Óvíst er hvort þeir samfélagshugsuðir sem eru tortryggnir í garð
tölfræðigreininga fallist á að þessi marktæku tengsl séu mikill þekkingarauki
þegar kemur að uppreisnarvilja mannsins – í samanburði við þá grundvallar-
kenningu Davies að það sé hugarástand óánægju (vegna skerðingar í kjölfar
framfaraskeiðs) fremur en einber skortur á lífsnauðsynjum sem stuðli að því
að fólk rísi upp. Á hinn bóginn væri sá hugsuður þröngsýnn sem sæi fátt
áhugavert við fjölþættan samanburð á mótmælendum og þeim stuðnings-
mönnum þeirra sem ‚heima sitja‘. vera má þó að sumum heimspekingum
þyki spurningin ekki nógu almenn til að hún veki áhuga þeirra.
Jón Gunnar sýnir fram á ýmis tölfræðilega marktæk tengsl en stundum
skortir þó nokkuð á vangaveltur um það hvað liggi þeim til grundvallar:
„niðurstöður benda til þess að viðhorf til aukinnar spillingar hafi átt þátt í
því að virkja einstaklinga til þátttöku í mótmælunum […], en sýna þó ekki
áhrif varðandi stuðning við mótmælin.“143 Hér gæti leynst athyglisverður
greinarmunur milli þátttakenda og stuðningsmanna en Jón Gunnar gerir
ekki tilraun til að túlka niðurstöðurnar.
Auk megintilgátnanna greinir Jón Gunnar tölfræðilega nokkur önnur
tengsl sem málið varða. Eins og hann bjóst við „segir búseta í nánd við
mótmælasvæðið (miðbæ Reykjavíkur) með marktækum hætti fyrir um mót-
mælaþátttöku (en ekki um stuðning við mótmælin), og undirstrikar þannig
mikilvægi tækifæra og aðgengis varðandi mótmælahegðun einstaklinga“.144
Það að fólk mæti frekar í mótmæli ef ekki er langt að fara virðist í fljótu
bragði augljóst. Eða er ástæðan kannski að hluta til sú að menntunarstig
– niðurstöður Jóns Gunnars o.fl. „sýna marktæk áhrif af […] menntun á
The Politics of Blame, Protest and Reconstitution, ritstj. Irma Erlingsdóttir, Philippe
Urfalino og valur Ingimundarson, London og new York: Routledge, 2016, bls.
81–102, hér bls. 94.
141 Jón Gunnar Bernburg, „Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January
2009“, bls. 249.
142 Sama rit, bls. 241.
143 Sama rit, bls. 245.
144 Sama rit, bls. 248.