Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 309
DAvÍð G. KRISTInSSOn
308
þátttöku í mótmælunum“145 – í nánd við miðbæinn sé yfir meðallagi? Og
þar eð „tekjur og atvinnustaða […] hafa engin marktæk tengsl við þátttöku
í mótmælunum“,146 ólíkt menntun, má þá ætla að aukin menntun leiði ekki
til aukinna tekna á Íslandi? Þannig vakna við lestur greina Jóns Gunnars
og meðhöfunda ýmsar spurningar um hvernig túlka megi tölfræðilegar
niðurstöður sem textarnir veita ekki svör við.
Skoðum annað atriði sem snýr sömuleiðis að mögulegum áhrifum
aðgengis: „Í samræmi við fyrri rannsóknir […] eru konur og einstaklingar
með börn síður líklegir til að taka þátt í mótmælum.“147 Það að mótmæli séu
ekki jafn auðsótt fyrir fólk sem er með ungviði á heimilinu kemur varla á
óvart. En hví er foreldrum hér skipað á bás með hópnum ‚konur‘? væri t.d.
hópurinn ‚menntað barnlaust kvenfólk búsett í nánd við miðbæinn‘ ólíklegri
en aðrir til að mótmæla í krafti þess að þær eru konur? Er það líffræði-
lega kynið eitt og sér sem dregur úr líkunum, mögulegar barneignir sem því
tengjast – eða hafa kynjamyndir jafnframt áhrif? Og hafa slíkar myndir ekki
tekið breytingum í tímans rás? Eykst þátttaka kvenna í mótmælum þegar
staðlaðar kynjamyndir veikjast þannig að frá og með ákveðnu ‚þróunar-
stigi‘ samfélags sé síður marktækur munur á þátttöku eftir kyni? Ef sú er
raunin þyrfti að endurtúlka fyrri kannanir, þar sem ýjað er að því að líffræði-
legt kyn auki líkur á þátttöku, í þá átt að það sé ekki kynið eitt og sér sem
ýti undir líkur á þátttöku heldur eigi það við um samfélag sem einkennist
af ákveðnum kynjamyndum sem eru sögulega breytilegar. Könnun Jóns
Gunnars leiðir í ljós marktækan mun á mótmælaþátttöku eftir kyni, eins og
nokkrar eldri rannsóknir sem hann vitnar í. Ekki kemur þó fram hjá honum
að ein þeirra leiddi ekki í ljós marktækan kynjamun á þátttöku í mótmælum
í Bandaríkjunum árið 1990. Ólíkt Jóni Gunnari reyna fræðimennirnir tveir
sem hann vísar til að skýra breytingu á mældri mótmælaþátttöku kvenna
með vísun í breytt kynjahlutverk í bandarísku samfélagi síðustu áratugi 20.
aldar.148 Almennt skortir nokkuð á að tekið sé tillit til slíkra félagssögulegra
þátta í tölfræðilegum túlkunum Jóns Gunnars.
Stundum túlka Jón Gunnar og meðhöfundar þó vitaskuld niðurstöður,
t.d. varðandi fordóma í garð nýbúa eftir hrun: „Fyrri rannsóknir hafa sýnt að
145 Jón Gunnar Bernburg o.fl., „Hverjir tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?“, bls. 109.
146 Sama rit, bls. 109.
147 Jón Gunnar Bernburg, „Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January
2009“, bls. 248.
148 Alan Schussman og Sarah A. Soule, „Process and Protest. Accounting for Individual
Protest Participation“, Social Forces 2/2005, bls. 1083–1108, hér bls. 1089.