Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 310
FRæðAMöRK
309
konur eru að jafnaði umburðarlyndari en karlmenn gagnvart innflytjendum
[…] en niðurstöður okkar styðja ekki þá niðurstöðu. neikvæð fréttaum-
fjöllun þar sem innflytjendur og útlendingar eru tengdir afbrotum gæti skýrt
andúð kvenna á innflytjendum, sérstaklega í ljósi þess að konur upplifa afbrot
sem meiri ógn en karlmenn“.149 við lestur þessarar greiningar vakna ýmsar
spurningar. var þá ekki fjallað neikvætt um innflytjendur í þeim löndum sem
fyrri rannsóknir beinast að? Og ef „fólk með meiri menntun er síður líklegra
til að telja afbrot vera ógn en fólk með minni menntun“150 er þá ósennilegra
að langskólagengnar konur finni fyrir þessari ógn en þær minna menntuðu,
jafnvel þótt þær fyrrnefndu fylgist jafn vel eða betur með fjölmiðlum (þ.á
m. umfjöllun um afbrot) en minna menntaðar konur? Eða er munurinn sá
að þær sækja ekki í sömu fjölmiðlana og að ólíkir upplýsingamiðlar ýti mis-
mikið undir ótta (kvenna) í garð útlendinga? Og hversu áhugavert er að
endingu í þessu tilfelli samband sem er „marktækt“ en þó „afar veikt“?151
Frá sjónarhóli þeirra sem eru vanir því að ‚kenning‘ merki meira en töl-
fræðilega staðfest tilgáta um tengsl fáeinna þátta – og vænta þess að sam-
félagskenning teygi sig út fyrir greiningu slíkra einangraðra orsakasambanda
– virðast tölfræðigreiningar Jóns Gunnars og meðhöfunda hans stundum
skorta kenningagrundvöll, almennari kenningar um grunn- eða rökgerð
mannlegs samfélags.
Innrömmun og stórsaga
við rannsókn á aktívistum Búsáhaldabyltingarinnar beita Jón Gunnar Bern-
burg og Anna Soffía víkingsdóttir ekki megindlegri aðferð heldur eigind-
legri, nánar til tekið „aðferð grundaðrar kenningar“152 en eitt einkenni
hennar er að ganga ekki til verks með fyrirfram gefna teoríu heldur er um að
ræða aðleiðsluaðferð til kenningasmíðar út frá reynslugögnum. Jón Gunnar
o.fl. styðjast þó jafnframt við kenningar og niðurstöður annarra. Áðurnefnd
stöðluð megindleg viðtöl greindi Jón Gunnar í ljósi kenningar um afstæða
skerðingu en við úrvinnslu eigindlegra viðtala við aðgerðasinna leitar hann
aftur á móti til kenninga um innrömmun og pólitísk tækifæri.153 Það tækifæri
149 Jón Gunnar Bernburg o.fl., „Fordómar og umburðarlyndi Íslendinga fyrir og eftir
hrun“, bls. 426.
150 Sama rit, bls. 425.
151 Sama rit, bls. 425.
152 Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía víkingsdóttir, „Political Opportunity, Fram-
ing, and Mobilization in Iceland’s Post-Crash Protests“, bls. 82.
153 Jón Gunnar Bernburg, „Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January