Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 311
DAvÍð G. KRISTInSSOn
310
sem Jón Gunnar o.fl. greina með hliðsjón af síðarnefndu kenningunni gæti
virst fremur augljóst frá bæjardyrum þeirra sem hafa einhverja innsýn í litróf
stjórnmálanna: „Grunduð rannsókn okkar leiðir í ljós hvernig virkjandi ger-
endur sáu í kreppunni tækifæri til að virkja fólk til að skora á hægristjórnina
sem hafði lengi ráðið ríkjum á Íslandi.“154 Erlendar rannsóknir sýni svipaðar
niðurstöður: „Breytingar sem fela í sér pólitísk tækifæri leiða þá aðeins til
fjöldaaðgerða ef einstaklingar skynja breytingarnar í sögulegu samhengi sem
tækifæri til að virkja aðra […] með herkænsku á borð við innrömmun (ræðu-
höld, greinaskrif, sviðsetningu ágreinings, o.s.frv.)“.155
Kenningin um pólitísk tækifæri er kennd við hversdagsorðið tækifæri
en hin nátengda kenning um innrömmun (e. framing) aftur á móti við hug-
tak sem í þessu samhengi er síður gagnsætt: „Kenningin um innrömmun
kveður á um að tilkoma ‚greiningar‘-ramma, sem opnar augu fólks fyrir
opinberum vanda og rekur hann til ólögmætra ferla, kunni að virkja það
til þátttöku í fjöldaaðgerðum.“156 Áþekkt því hvernig vilhjálmur Árnason
notar lýðveldiskenningu og lýðveldislíkan sem samheiti nefnir Jón Gunnar
innrömmunar-greininguna ýmist kenningu eða nálgun (e. approach): „Inn-
römmunar-nálgunin leggur áherslu á þátt vegvísandi túlkana eða ‚ramma‘
við virkjun einstaklinga [sem] taka þá og því aðeins þátt í fjöldaaðgerðum að
þeir deili ákveðnum skýringum sem hvetja til slíkra aðgerða og réttlæta þær
[…]. Innrömmunar-nálgunin beinir athygli okkar að […] herkænsku sem
fulltrúar félagshreyfinga beita til að hafa áhrif á ramma einstaklinga“.157 Þar
eð slíka innrömmun má nefna kenningu jafnt sem nálgun vaknar spurningin
hvort kenningar í félagsvísindum megi allt eins nefna nálganir með svip-
uðum hætti og heimspekingar nefna kenningar sínar jafnframt hugmyndir.
Og ef heimspekileg lýðveldiskenning er kenning í sambærilegum skilningi
og félagsvísindaleg innrömmunarkenning mætti spyrja hvort samheitin séu
yfirfæranleg þannig að allt eins megi nefna þá fyrrnefndu lýðveldisnálgun og
þá síðarnefndu innrömmunarlíkan eða jafnvel innrömmunarhugmynd.
Íslensku aktívistarnir voru ekki einir um að stunda slíka ‚innrömmun‘
hrunsins: „oddvitar ríkisstjórnarinnar tóku strax að ramma það inn sem ‚al-
2009“, bls. 237.
154 Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía víkingsdóttir, „Political Opportunity, Fram-
ing, and Mobilization in Iceland’s Post-Crash Protests“, bls. 93.
155 Sama rit, bls. 82.
156 Sama rit, bls. 89.
157 Jón Gunnar Bernburg, „Overthrowing the Government“, bls. 69.