Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 312
FRæðAMöRK
311
þjóðlegt efnahagsofviðri‘“.158 Rammanum sem forystumenn stjórnarmeiri-
hlutans mótuðu stilla Jón Gunnar o.fl. upp andspænis orsakatúlkun aðgerða-
sinna sem römmuðu „hrunið þess í stað inn sem heimatilbúinn vanda og
kenndu yfirvöldum um“.159 nánar tiltekið álíta Jón Gunnar o.fl. að það hafi
verið mikilvægt skref hjá aðgerðasinnum „að ramma fjármálakreppuna inn
[...] sem siðferðilega-lýðræðislega kreppu“160 og vísa til erlendra fræðimanna
sem hafi „fært rök fyrir því að ‚siðferðileg áföll‘ geti kallað fram hjá mörgum
einstaklingum þá tilfinningu að þeim beri skylda til að taka þátt í aðgerðum
til umbóta“.161
„við skilgreinum þrjá af viðmælendum okkar sem ‚mótmælavirkjendur‘“
(e. mobilization entrepreneurs),162 skrifa Jón Gunnar o.fl., en í hópi þeirra er
Einar Már Guðmundsson sem lýsir breyttu andrúmslofti eftir hrun svo: „Allt
í einu féll það sem ég hafði verið að segja eins og flís við rass … Ég hef aldrei
fengið jafn mikil og skjót viðbrögð við neinu sem ég hef skrifað.“163 Fulltrúar
fræðigreina, sem vinna lítið með viðmælendur og eru vanari því að samfélags-
greining hvíli alfarið á herðum fræðafólks og getu þess til að greina rökgerð
viðfangsins, kunna að vænta þess að sá sem viðtölin tekur greini að minnsta
kosti rökgerðina í máli viðmælenda.164 Þessu viðhorfi má líkja við það þegar
vænst er af sálgreini að viðkomandi analýseri ‚lógíkina‘ á bak við það sem skjól-
stæðingur hefur orð á. Þannig láti sérfræðingurinn ekki nægja að spyrja við-
mælanda hverja hann telji ástæðuna fyrir hegðunarmynstri sínu vera og noti
síðan greiningu skjólstæðingsins nánast óbreytta sem hluta af ‚eigin‘ grein-
ingu á hegðun hans. „við spurðum […] þessa einstaklinga […] út í herkænsku
158 Jón Gunnar Bernburg, „Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January
2009“, bls. 236.
159 Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía víkingsdóttir, „Political Opportunity, Fram-
ing, and Mobilization in Iceland’s Post-Crash Protests“, bls. 81.
160 Sama rit, bls. 87.
161 Jón Gunnar Bernburg, „Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January
2009“, bls. 248.
162 Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía víkingsdóttir, „Political Opportunity, Fram-
ing, and Mobilization in Iceland’s Post-Crash Protests“, bls. 82.
163 Sama rit, bls. 87.
164 Dæmi um slíka ‚djúptúlkun‘ er eftirfarandi greining á aðlögun pólskra nýbúa.
Fremur en að biðja viðmælendur að meta sjálfir að hvaða marki þeir hafi aðlagast
hérlendis greinir höfundur það út frá því hvort þeir taki svo til orða um efnahags-
vandann á Íslandi eftir hrun að hann snúi að „þeim“ (Íslendingunum) eða „okkur“
(íbúum landsins). Małgorzata Budyta-Budzyńska, „The Icelandic Financial Crisis
and Adaptation Strategies by Poles in Iceland“, bls. 109.