Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 313
DAvÍð G. KRISTInSSOn
312
þeirra“165 skrifa Jón Gunnar o.fl. en greiningin á hernaðarlist íslenskra aktí-
vista gæti komið einhverjum full milliliðalaus fyrir sjónir – jafnvel þótt hún sé
sett í samband við kenningar um pólitísk tækifæri og innrömmun. Sömuleiðis
gætu fyrrgreind stöðluð viðtöl Jóns Gunnars o.fl. virst gefa viðmælendum full
mikið vægi til að greina eigin afstöðu á „fimm punkta kvarða“.166
Bera má notkun Jóns Gunnars o.fl. á hugtakinu innrömmun saman við
það hvernig fræðimenn á Hugvísindasviði koma orðum að orsakatúlkunum
ólíkra hópa eftir hrun. Áður hefur verið vikið að vilhjálmi Árnasyni sem
komst í umfjöllun sinni um túlkunarátök Davíðs Oddssonar og fleiri eftir
hrun af án hugtaksins innrömmun. valur Ingimundarson sagnfræðingur not-
ast við hugtakið stórsaga (e. metanarrative), sem leiðir huga heimspekinga að
Lyotard, um „átök – í tengslum við stjórnmál minninga – tveggja stórsagna
[…], vinstrimenn […] kenndu hægrimönnum um hrunið, […] nýfrjáls-
hyggju þeirra […], hægrimenn vísuðu til [alþjóðlegu] fjármálakreppunnar
sem meginaflvaka hrunsins“.167 Í fljótu bragði er ekkert við viðfangsefnið
sjálft, pólitískar orsakatúlkanir, sem kallar á að talað sé um innrömmun að
hætti félagsvísinda frekar en stórsögu í anda hugvísinda – eða öfugt. Þetta
minnir okkur á að sjálf viðfangsefni vísindanna útheimta ekki að einhver
ákveðin hugtök séu notuð við greiningu þeirra heldur eru slík hugtök mann-
anna smíð og lúta að einhverju leyti tískusveiflum fræðanna.
Fleira er sambærilegt í annars ólíkum greiningarháttum Jóns Gunnars og
vals. Þótt sá síðarnefndi styðjist ekki við tölfræði býst hann sömuleiðis við
tilteknum niðurstöðum eða telur ákveðin ferli fyrirsjáanleg, t.d. mismunandi
útleggingu ‚sannleiksskýrslu‘ rannsóknarnefndarinnar: „Eins og við var að
búast túlkuðu […] ólíkir hópar skýrsluna með ólíkum hætti. Hún uppfyllti
væntingar vinstrimanna að því leyti sem hún […] fór ítarlega í skelfilegar
afleiðingar spilltrar einkavæðingar og regluafnáms; til hægri var sér í lagi
greinargerð skýrslunnar um innherjaviðskipti leiðandi hóps bankamanna og
fjármálaelítunnar tekið fagnandi.“168 væntingar vals virðast hér ekki síður
grundvallast á hæfni til að lesa í rökgerð stjórnmálaátaka en á rannsóknar-
niðurstöðum annarra. Þó er ýmislegt hliðstætt í greiningum Jóns Gunnars
165 Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía víkingsdóttir, „Political Opportunity, Fram-
ing, and Mobilization in Iceland’s Post-Crash Protests“, bls. 82.
166 Jón Gunnar Bernburg o.fl., „Fordómar og umburðarlyndi Íslendinga fyrir og eftir
hrun“, bls. 422.
167 valur Ingimundarson, „The Politics of Transition, Memory, and Justice. Assigning
Blame for the Crisis“, Iceland’s Financial Crisis, bls. 140–155, hér bls. 141.
168 Sama rit, bls. 145.