Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 316
FRæðAMöRK
315
greiningum hrunsins. Þannig vaknar spurningin hvort fræðamörk hafi riðl-
ast við hrunið, hvort forskriftarhlutar í fræðitextum um kreppuna spretti
af þörf fræðimanna til að leggja sinn skerf til endurbóta eftir hrun. Eykur
samfélagslegur óstöðugleiki eftirspurn eftir boðandi fræðum eða hefur hag-
nýtur hluti vísinda um mannlegt samfélag almennt aukist á undanförnum
áratugum um leið og heimspekin er orðin hógværari boðandi – þannig að
dregið hafi úr muninum á heimspeki og vísindum hvað þetta varðar? Lengi
vel var það sérkenni íslenskrar heimspeki, nánar tiltekið siðfræðinnar, að
hún greindi sig frá flestum vísindagreinum að því leyti að henni var síður
ætlað að lýsa heiminum eins og hann er en því hvernig hann á að vera. Sé
rýnt í skrif vísindafólks um hrunið virðist það í kjölfar áfallsins í auknum
mæli hafa greint ekki aðeins ferlið heldur um leið tjáð sig í nafni fræða sinna
um það hvaða endurbætur séu æskilegar og þannig lagt sitt af mörkum til
að koma í veg fyrir að ófarirnar endurtækju sig. Þannig spyrja ekki aðeins
viðskiptasiðfræðingar hvaða „lærdóm megi draga af harmförum Íslendinga“
og setja í greinarlok fram „Tillögur“.177 Jafnframt má til að mynda í skrifum
félagssálfræðinga og miðaldafræðinga lesa sér til um það hvað „við þurfum
að gera núna“.178
vitaskuld eru áðurnefnd skrif Ólafs Páls og vilhjálms að hluta til boð-
andi heimspeki,179 sá síðarnefndi styðst við grein Habermas um þrjú boðandi
lýðræðislíkön. Í ljósi þess að vilhjálmur beitir tveimur þeirra til að varpa
ljósi á þá lýðræðishugsun sem var ráðandi fyrir og eftir hrun vaknar þó
spurningin hvort eina lýðræðislíkanið í grein hans sem er strangt tiltekið
boðandi – í hefðbundnum skilningi þess sem ekki er en ætti að vera – sé
rökræðulíkanið, sem hann notar til að gagnrýna hin tvö, út frá ákjósanlegu
lýðræði. Og þar eð vilhjálmur innlimar í rannsóknir sínar ótal lýsingar á
íslensku samfélagi fyrir og eftir hrun verða þessi skrif hans varla flokkuð sem
177 vlad vaiman, Þröstur Sigurjónsson og Páll Davíðsson, „Weak Business Culture as
an Antecedent of Economic Crisis. The Case of Iceland“, Journal of Business Ethics
2/2011, bls. 259–272, hér bls. 259, 270.
178 Sjá Hulda Þórisdóttir og Karen Erla Karólínudóttir, „The Boom and the Bust.
Can Theories from Social Psychology and Related Disciplines Account for One
Country’s Economic Crisis?“, Analyses of Social Issues and Public Policy 2014, bls.
281–310, hér bls. 303; Guðrún nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágirnd“,
Skírnir 1/2009, bls. 76–86, hér bls. 84.
179 Eitt sérkenni boðandi heimspeki er að oft er flakkað óskipulega á milli lýsinga á því
hvernig veruleikinn er og hvernig hann ætti að vera. Þannig er til að mynda óljóst
hvort það sem um ræðir „er eða ætti að vera“, hvort einstaklingar í raun „telja sig,
eða ættu að telja sig“ eitthvað ákveðið. Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og
haustið 2008“, bls. 295, 296.