Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 317
DAvÍð G. KRISTInSSOn
316
hrein boðandi heimspeki.
Það vekur athygli að þau skrif um hrunið sem eru einna skýrast boðandi
koma ekki úr fórum heimspekinga heldur stjórnmálafræðinga. Í grein um
Búsáhaldamótmælin rannsakar Eva H. önnudóttir „við hvaða skilyrði sé
réttlætanlegt að stjórnvöld taki tillit til krafna mótmælenda“.180 Frá sjónar-
hóli heimspekinga eru spurningar um skilyrði hins réttmæta háheimspeki-
legar og eitt þeirra sérkenna sem aðskilja boðandi heimspeki frá grann-
vísindum. Ólafur Páll heimspekingur leitast þó ekki við að rannsaka þessi
skilyrði heldur lítur einfaldlega svo á „að búsáhaldabyltingin sé frábært dæmi
um það hvaða áhrif fólk getur haft með sínum venjulegu lýðréttindum“.181
Þar eð rannsóknarspurning Evu er sett fram í nafni stjórnmálafræði gæti hér
verið á ferð dæmi um heimspekilega spurningu sem kviknar innan annarrar
fræðigreinar. Eva virðist þó ekki líta svo á að spurningin sé heimspekileg eða
óhefðbundið viðfangsefni stjórnmálafræði. Sé rýnt í heimildirnar sem hún
styðst við kemur á daginn að auk hefðbundnari félagsvísinda gegna greinar
tveggja fræðimanna, Teorell og Beetham, meginhlutverki við framsetningu
réttlætisskilyrðanna. Sá síðarnefndi ræðir m.a. um „boðandi grundvöll
fulltrúalýðveldis“182 og vill „varpa fram boðandi lykilspurningu […] um ‚sið-
ferði stjórnskipulags‘, svo notast sé við orðalag Mills“ sem tali einnig um
„‚siðfræði fulltrúastjórnar‘“.183
Teorell, sem eitt réttlætisskilyrðið er sótt til, er sömuleiðis heimspeki-
legri en útlegging Evu ber með sér. Í annarri þeirra greina Teorell sem
hún vísar til eru settar „fram tillögur að rannsókn á pólitískri þátttöku sem
miðar að því að veita empírísk svör við spurningum sem spretta úr boðandi
stjórnmálakenningum“.184 Um reynsluathuganir á pólitískri þátttöku skrifar
Teorell: „Þótt það sé iðulega innblásið af boðandi hugleiðingum er rann-
sóknarsviðið sem fyrr í furðu losaralegum tengslum við lýðræðiskenningar“;
sumir „leggja upp með forskriftar- jafnt sem reynsluspurningar, en þegar
180 Eva H. önnudóttir, „The ‘Pots and Pans’ Protests and Requirements for Respon-
siveness of the Authorities“, Icelandic Review of Politics & Administration 2/2016, bls.
195–214, hér 195.
181 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 302.
182 David Beetham, „Political Participation, Mass Protest and Representative Democ-
racy“, Parliamentary Affairs 4/2003, bls. 597–609, hér bls. 597.
183 Sama rit, bls. 603, 600.
184 Jan Teorell, „Political Participation and Three Theories of Democracy. A Research
Inventory and Agenda“, European Journal of Political Research 5/2006, bls. 787–810,
hér bls. 787.