Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 319
DAvÍð G. KRISTInSSOn
318
sóknarspurningu sína ekki við stjórnspeki, pólitíska forskriftarkenningu
eða boðandi stjórnmálafræði en spurningin og niðurstaðan hafa þó ýmis
einkenni normatífrar heimspeki: Sú ákvörðun stjórnvalda hvort verða eigi
við kröfunum er einangruð frá hagsmunasamhengi slíkrar ákvarðanatöku og
skoðuð frá ákjósanlegum sjónarhóli. Sú grundvallarstaðreynd, sem eflaust
mætti styðja tölfræðilega, að stjórnmálamenn segja sjaldnast af sér nema
þeir eigi ekki annarra kosta völ, er hér sett til hliðar. Þess í stað er spurt
hvenær rétt sé að ríkisstjórn biðjist lausnar, óháð því hagsmunaneti sem ráð-
herrar starfa innan. varla er raunsætt að vænta lausnarbeiðni stjórna hafi
þær slíkan lista fyrir framan sig og staðfestingu þess að öll skilyrðin hafi
verið uppfyllt. Stjórnvöld segja síður af sér vegna knýjandi raka en, eins og í
tilfelli Búsáhaldabyltingarinnar, sökum þess hvað þrýstingurinn af götunni,
sem ekki var með öllu laus við valdbeitingu, var orðinn mikill.193 vitaskuld
getur eigi að síður verið fræðilega áhugavert að ræða slíka mælikvarða með
normatífum hætti; frá sjónarhóli raunverulegra pólitískra átaka getur slík
framsetning þó virkað fremur ‚klínísk‘ – líkt og boðandi heimspeki almennt
á þá sem aðhyllast raunsærri samfélagsrýni. Slíkri gagnrýni svara boðandi
heimspekingar gjarnan á þá leið að þeir kappkosti síður að lýsa heiminum
eins og hann er (eða var) í raun en heiminum eins og hann ætti að vera – og
bæta því við að framsetning slíks mælikvarða sé forsenda eiginlegrar gagn-
rýni á samfélagið eins og það er í raun: án viðmiðs sé gagnrýni óhugsandi.
Eitt af því sem gerir framsetningu Evu á spurningunni um réttlætisskil-
yrðin áhugaverða frá sjónarhóli heimspeki er að ólíkt hefðbundnum hugs-
uðum vinnur Eva ekki úr normatífri spurningu með rökhugsunina eina að
vopni heldur leitar hún að hluta til svara með því að skoða veruleikann töl-
fræðilega. Heimspekingar kanna réttmæti með réttlætisprófi, fávísisfeldi eða
öðrum upphugsuðum prófum, og notast í því skyni við rökhugsun. Megind-
lega þenkjandi stjórnmálafræðingur beitir aftur á móti reynslugögnum til
að ganga úr skugga um það hvort tiltekin krafa stenst réttlætisprófið. Eva
smáum augum [...]; þvert á móti er hér á ferðinni fjöldi fólks úr öllum stéttum og
úr öllu litrófi stjórnmálanna. Sú gagnrýni sem sett er fram varðar alls ekki léttvæg
umkvörtunarefni eða afmarkaða hagsmuni heldur grunngildi samfélagsins“. Ólafur
Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 285.
193 Auk þess tíðkast það ekki endilega í stjórnmálum að gefa upp raunverulega ástæðu
afsagnar opinberlega: „þótt búsáhaldabyltingin hafi í raun hrakið ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar frá, þá var opinbera skýringin á stjórnarslitunum sú
að óeining væri meðal þessara tveggja flokka en ekki að samfélagið logaði af reiði“.
Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 302.