Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 322
FRæðAMöRK
321
á textatúlkun, mannlegri breytni, siðfræði og því að skoða samtímann í ljósi
eldri texta.202
Til Hugvísindasviðs teljast jafnframt íslensk miðaldafræði. Þau fræði
hafa í tengslum við hrunið þá sérstöðu að svonefndir ‚útrásarvíkingar‘ settu
sjálfa sig í óbeint orsakasamhengi við íslenskar miðaldabókmenntir. Í kjölfar
hrunsins velti Guðrún nordal, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum,
upp spurningunni um það þegar gripið er „til hliðstæðna við löngu gengna
atburði til að gera nútímann skiljanlegan […]. Er mögulegt að tengja okkur
við þessa gömlu öld og skoða gerðir okkar sjálfra í ljósi þeirra hvata sem
knúðu samlanda okkar til umdeildra athafna fyrir átta öldum?“203 Guðrún
svarar: „hinn þjóðfélagslegi og hagræni samanburður verður ómarkviss og
beinlínis villandi, því að samfélag okkar og þrettándu aldar grundvallast á
ólíkum lögum og félagslegu skipulagi.“204 Þrátt fyrir þessi umskipti sé það
svo „að mannlegi þátturinn er samur og jafnvel þau siðferðilegu gildi sem
samfélagsskipanin er reist á“.205 Guðrún íhugar hér ekki þann möguleika
að mismunandi samfélagsgerðir ýti undir ólík siðferðisgildi.206 Þess í stað
virðist hún ganga út frá því að slík gildi séu varanlegri en efnahags- og
réttarskipan og auk þess einhvers konar hornsteinn þjóðfélagsins. Þannig
grundvallist Ísland nútímans enn á sambærilegum gildum og voru útbreidd
hér á Sturlungaöld. Á krepputímum getur þó í kjölfar siðferðisbrests mynd-
ast óvissuástand og þá sé mikilvægt að „missa ekki sjónar af þeim siðferði-
legum gildum sem búa í menningu okkar og sögu“.207 Jafnvel þótt gildin víki
tímabundið í nútímanum eru þau varðveitt um allar aldir, m.a. í fornsögum
okkar Íslendinga.
Áður var vikið að því að samanburður er ein af grundvallaraðferðum
hugvísinda og samlíking við önnur lönd og aðra (nýrri) tíma sömuleiðis
202 Trúarbragðafræðin er aftur á móti dæmi um undirgrein guðfræðinnar sem ekki hefur
þetta sérkenni. Sjá t.d. Pétur Pétursson, „Karisma og kapital. Íslenska útrásin borin
saman við vakningarhreyfingu“, Rannsóknir í félagsvísindum XI. Félags- og mannvís-
indadeild, ritstj. Helga Ólafs og Hulda Proppé, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Há-
skóla Íslands, 2010, bls. 222–229.
203 Guðrún nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágirnd“, bls. 76–77. Hún flutti
samnefnt erindi 14. mars 2009 í opinni fyrirlestraröð Háskóla Íslands „Mannlíf og
kreppur“.
204 Sama rit, bls. 77.
205 Sama rit, bls. 77.
206 Hún skoðar hins vegar tengsl samfélagsskipanar og siðferðis í doktorsritgerð sinni:
Guðrún nordal, Ethics and Action in Thirteenth-Century Iceland, Odense: Odense
University Press, 1998.
207 Guðrún nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágirnd“, bls. 85.