Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 8
BÚFRÆÐINGURINN
1. mynd.
Beygð og brolin berglög,
A og Ai bergöldur, S sigdæld.
gabbró og sumar gerðir af gneis, cn slikar fornar bergtegundir
erii sums staðar ineginefni i nálægum löndum. Gos þau, er orðið
liafa á siðari jarðöldum, framleiða að mestu basaltkenndar berg-
myndanir og að nokkru líparít. Frá sama tíma eru einnig til
gabbrómyndanir, sem að mestu hafa storknað i göngum og berg-
gúlum neðan við yfirborð.
Fátt sýnist óbrotgjarnara en bjargfast bergið, en þó liafa orðið
ótal brotalamir á þessu storknaða bergskurni. Það sýnist jafnvcl
svo, að hin segilegu innri öfl járðarinnar leiki sér að bergflekun-
um líkt og léttum fisum. Þannig er, cf við langan tíma er miðað,
hæð landa og landshluta miklum breytingum liáð. Ýmist þannig,
að bergflekarnir hefjast eða siga, hver i hlutfaili við annan, eða
þá hins vegar, eins og mcst hefur kveðið að á ýmsum timum, að
jarðskurnið þrýstist upp í stórfelldar háar öldur, en djúpar dældir
myndast á milln Þannig hafa myndazt stórfelldustu fjallgarðarnir,
sem nú eru og áður hafa verið á jörðunni. Það má þvi heita, að
yfirborð jarðarinnar hafi verið sifelldum breytingum háð. Höf
hafa færzt yfir, þar sem áður var land, og lönd risið i háa fjall-
g'arða, þar sem áður var sær. Nærtækasta og einna yngsta dæinið
um slíkar fjallamyndanir upp úr hafsbotni er liinn stórfelldi Alpa-
fjallgarður. Berglög þykkra sævarmyndana eru þar sums staðar
upp til efstu hnjúka. Sannar það ótvírætt, að fyrr ineir hefur um
langan aldur legið sigdæld neðan við sjávarmál þar, sem liæstu
fjöll Evrópu hreykja sér nú.
Þannig eru innri öflin hinn skapandi kraftur, sein lcggur til
efnið og stjórnar i stórum dráttuin þeirri listasmið, sem á jörð
vorri hefur verið gerð og cnn er unnið að. En það eru einnig
aðrir kraftar að verki, sem kalla inætti hin ytri öfl. Þau eru vatn,
vindur o. fl. eðlis- og efniskennd máttarvöld. Þau lialda á meitl-
inum og móta það nánar, sem innri öflin hafa byggt upp. Vatnið
byrjar ineð því að grafa djúp gil i bergöldurnar. Seinna koma
lieilir dalir og skörð. Sjórinn hamast á annesjum og öllum bröttuiu
bökkum, gengur hann þannig á löndin smált og smátt. Vindurinn
lemur fjallsnípurnar, feykir til öllu lauslegu og færir það á lægri
staði. Þar hlaðast því sums staðar þylckar fokmyndanir, Efni það,
sem árnar bera burtu úr fjöllunum, færa þær að miklu lcyti til
sjávar. Sjórinn dreifir því víðs vegar og grynnir þannig smátt
og smátt sigdæld þá, sem liann liggur í. Á þennan hátt hafa
orðið til myndanir, sem jafnvel skipta þús. ni að þykkt.