Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 180
178
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
sem sennilega hefur verið „einasta fé fiðlungsins" fá-
ráðlingsins, sem hikaði ekki einu sinni við að selja þó hann
ætti aðeins „eina einustu kú“ — til „að fá fiðlu í bú“ — talar
sínu máli um listhneigð — sem ekkert, hvorki kuldi, kla>ð-
leysi né hungur gat drepið til fulls.
Gullastokkur við rúmstokk ömmu gömlu, með leggjum og
völum, og hálfprjónuðum litlum leppum, og vöndurinn undir
bitakverkinni gefa nokkra hugmynd um uppeldismálin eins
og þau voru áður en barnaskólarnir komu til sögunnar.
Hrcifnsfjaðrir, arnarklær, sigurlykkja og lausnarsteinar og
fleiri þess háttar munir, sýna okkur inn í ævintýralönd og
huliðsheima, er þjóðtrúin skóp.
Þannig mætti lengi telja. Hver einstakur hlutur byggða-
safnsins hefur sina sögu að segja og getur minnt á svo margt,
ákveðin verk, ákveðna einstaklinga og ættir. — En safnið
sem heild er sem bautasteinn liðinna kynslóða.
Byggðasöfnin gera þá þetta tvennt: Forða gömlum mun-
um frá glötun og veita fræðslu um Iíf þjóðarinnar á liðnum
limum. Og þau gera meira. Þau vekja og glæða ættrækni
og þjóðrækni meðal þjóðarinnar barna.
Ég hugsa mér byggðasöfnin vel úr garði gerð, hvað húsa-
skipun og muni snertir. Og ég geri ráð fyrir, að þau verði
prýðilega varðveitt og sýnd sem helgur dómur.
Og það held ég einnig, að enginn íslendingur hafi svo
sleinkalt hjarta, að hann ekki vikni við, en verði þó um leið
snortinn þjóðarmetnaði, er hann lítur þar í lifandi mynd-
um líf og sögu sinnar þjóðar. — Minnstu og fátækustu þjóð-
arinnar. Þjóðarinnar, sem öldum saman lifði við meiri ein-
angrun og meira harðrétti en nokkur önnur menningarþjóð
hefur lifað við.
Það er eitt enn, sem gefur hyggðasöfnunum gildi eklci svo
lítið. — Landið okkar er ferðamannaland. — Ferðamanna-
straumur hingað til landsins áður núverandi styrjöld hófst,
var stöðugt vaxandi. Eftir stríðið má gera ráð fyrir, að hann
verði enn meiri. — Það er sannmæli að „glöggt er gests-
augað". Ferðamaðurinn, sem liingað kemur, lítur eftir mörgu
og vill gjarnan vita hvernig þjóðin er, sem hér býr. Við að
sjá byggðasöfnin, kynnist hann lífi og siðum þjóðarinnar fyrr
á tímum. Þau sýna, að hér hefur lifað þjóð með sérstæða
menningu, en engir skrælingjar eða villimenn. —- Og ferða-