Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 113
BÚFRÆÐINGURINN
111
sem jákvætt eru hlaðnir, ef til eru. Því meir, sem svifagnirnar
mettast á þennan hátt, því fremur hópast þær saman í smá-
hnoða eða lausbyggða flóka og setjast að meðal annara jarð-
korna. Siíkir svifefnaflókar (colloidal complex) mynda oft slim-
kennda himnu utan um sandkorn og önnur föst efni i jarðveg-
inuni og þcir geta myndað sjálfstæð jarðkorn, enda eru það þeir,
sem aðallega móta jarðveginn leirkenndu útliti og eðli. í undir-
lagi jarðvegs og i eldri jarðlögum geta þessir svifefnaflókar orðið
að hörðu bindiefni, er heldur föstu kornunum saman.
Kalk er áhrifaríkastur og hentugastur basi til þess að sam-
eina svifagnirnar og það stuðlar á þann hátt að samkornun
og auknu fjaðurmagni í jarðveginum. Áhrif frá kalí og
natrón eru ekki eins holl að þessu leyti. Þau gera votan leir
límkenndari og leiða til harðari skorpumyndunar þegar leir-
inn þornar.
Svifefnaflókar jarðvcgsins binda i sér mikið jarðrakavatn
og taka miklum rúmmálsbregtingum við umskipti þurrlcs
og raka. Þeir auka vatnsleiðsluhæfni i sendinni jörð og hafa
gagngerð áhrif á eðliseiginflir jarðvegsins á gmsan hátt. Þótt
efniskjarnar svifefnanna hafi ekki mikið næringargildi fgrir
gróðurinn, þá draga þeir til sin samkvæmt framansögðu verð-
mæt næringarefni og vinna þannig á móti skolun þeirra úr
jarðveginum. Svifefnin eru þvi eins koniar forðabúr næringar-
efna, sem jurtirnar leita löngum til, e.nda fer oft saman, að
svifefnaríkur jarðvegur sé einnig frjósamur.
B. Efnageymslueðli jarðvegsins.
a. Efnagegmslan. í áframhaldi af því, sem nú hefur verið
sagt um svifefnin, skal nánar vikið að eiginleikum fastra efna
jarðvegsins til þess að draga til sin grugg og uppleyst efni,
er í gegnum hann síast eða eru á hreyfingu í jarðvatninu, en
láta þó oft af mörkum eitthvað af uppleystum efnum í þeirra
stað. Þetta nefnist cfnagegmslneðli jarðvegsins (absorption).
Eiginleikar þessir koma einna gleggst í ljós, þegar áhurðar-
lögur eða önnur uppleyst efni eru látin síast gegnum þéttan
jarðveg, því þá bæði hreinsast lögurinn og uppleyst efni liafa
orðið eftir, en nokkuð af öðrum efnum komið í þeirra stað.
Eftir því hverjar orsaltir valda þessum efnatengslum í jarð-
veginum mætti skipta þeim í þrjá flokka, þótt oft séu orsak-