Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 176
174
B Ú F R ÆÐINGURINN
og jólatré bernskunnar, þrált fyrir upphafsörðugleika. En
einn skuggi fylgir tamningastarfinu, og hann er sá, að þuria
að skilja við hið geðþekka hestsefni. Þurfa jafnvel að sjá
hinn þróttmikla kostumbúna fola sogast niður í djúp þrælk-
unar, þar sem hann aldrei fær notið sinna dýrmætu hæfi-
leika.
Að átta vikum liðnum var lieslunum skilað, og hafði þá
náðst sá árangur, að fullur helmingur þeirra var orðinn vel
meðfærilegur, hverjum sem vera skyldi, það er að segja full-
taindir, en hins vegar ekki fullriðnir, enda of stuttur tími tii
þess. Nokkrir fjögra vetra folar útigengnir alla ævi, reyndust
það veigalillir, að ekki var gerlegt að temja þá að fullu. Einnig
voru allmargir hestar, sem voru sérstaklega haldnir og þurftu
þar af leiðandi mjög mikla þjálfun, ekki svo vel á veg
komnir, að hægl sé að segja að þeir væru allra meðfæri,
enda þótt þeir væru búnir að fá meiri tilsögn en hinir. Það
er líka mál inanna, að stöðinni hafi verið sendir ýinsir þeir
hestar, sem þótlu meira en í meðallagi óþjálir viðureignar.
Verða slíkir folar aldrei fulltamdir á einu vori, nema þeir
biði tjón á sálu sinni.
Það skal tekiö fram, að hestarnir voru aðeins tamdir til
reiðar.
Um leið og hestarnir voru látnir af hendi til eigendanna,
var skrásett stutt lýsing af hverjum einstakling. Skulu hér
tekin sýnishorn af þessuin umsögnum, svo að öllum megi
verða Ijóst, hvaða bendingar þeim var ætlað að gefa.
Nr. lfi. Brún hryssa, (i vetra: hæð 144 cm (b.m.). Fremur
grannvaxin, en fríð. Vel reist. Rétt. Allur gangur.
Viljug. Hrekklaus og gæf. Mark .... Eigandi ....
— 18. Brúngrár hestur, 5 vetra. Hæð 136 cm (b.m). Gróf-
byggður. Lotinn. Boginn í baki. Kýrfættur. Skeið-
gengur. Latur en þægur. Mark .... Eigandi ....
49. Grár hcstur, 5 vetra. Hæð 137 cin (b.m.). Fínbyggð-
ur og fríður. Vel reistur. Réttur. Allur gangur. Vilja-
góður og fimur. Mjög líklegt reiðhestsefni. Mark
.... Eigandi ....
Eigendum hestanna var gert að greiða kr. 20 tii 30 fyrir
Jivern hest, (25 að meðaltali). En auk þess lögðu eftirtaldar
stofnanir fram: