Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 37
BÚFRÆÐINGURINN
35
c. Áhrif vinda.
Þeir flýta að nokkru fyrir molnun bergefnanna og eru,
vegna flutningsmáttar síns, mjög áhrifaríkir við jarðvegs-
myndunina. En jafnframt ern þeir þá hættulega ágangssamir
tausbundnum jarðvegi, áður mgnduðum, cf þeir liitta á hon-
nm þurra og gróðurlausa bletti eða börð. Að molun bergefn-
anna vinna vindarnir einlcum á þann hátt, að þeir blása
burtu hálflosnuðum steinflísum og smáögnum úr bergi því, er
þeir leika um. Við það missir bergið þá hlííð, sem þessi laus-
bundni kufl hefði getað gefið fyrir ágangi vætu og hitabreyt-
inga. Þannig sést víða í mishörðu bergi á veðurnæmum stöð-
um, að vindurinn hefur étið inn i það dældir og skúta, og gróf-
korna grjót, s. s. grágrýti, er með hrjúfum sárum, þar sem
vindurinn hefur náð beztu taki á kristöllunum, jafnóðum
og þeir fara að losna sundur. Þá smækkar og vindurinn berg-
kornin, sem hann feykir, með því að kasta þeim um klappir
og steina og núa þeim saman á fluginu.
Svo er talið, að á flatlendi geti vindurinn með vindstyrk:
4.5 in/sek. íeykl sandkornum með 0.25 min stærð
6.7 — — — — 0.50
8.4 — — — — 0.75
9.8 — ' — 1.00
11.4 — — ’ — 1.50
Með 7.5 in/sck. vindstyrk getur vindurinn fcykt 0.25 mm kornstærð upp
35° halia.
Einna mesta liðveizlu leggur vindurinn við sundurliðun
móbergsins liér á landi. Þar sem það fer saman, að vindasamt
er uppi um miðbikshálendin og að þar liggja stórfelldar mó-
bergsmyndanir, þá hefur molnun þeirra orðið mikil að efnis-
inagni. Þar munu og jökulmenjar ísaldarinnar aldrei liafa náð
verulegri gróðurfestingu á stórum svæðum, og því munu þær,
ásamt hinum veðraða móbergs salla, hafa lagt til meginhluta
hinna efnismiklu sandmyndana, sem þar eru og þaðan hafa
borizt niður á gróin lönd. En hið fínasta úr bergmélinu hefur
einnig borizt til fjarlægra staða og tekið þar þátt i þróun
gróðri klæddrar jarðvegsmyndunar, svo hún hefur orðið önn-
ur og örari en ella mundi.
í þessu sambandi er jiess einnig að gela, að vindarnir hafa
haft alveg sérstaka þýðingu fyrir íslenzkan jarðveg, með því
að bera honum livað eflir annað glænýjan bergefnaforða, gos-