Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 160
158
BÚFRÆÐINGURINN
strendingar, sem sagt var að byggju í jarðhúsum, en álfar,
skrimsli og afturgöngur gengju þar ljósum logum. — Það
var kannske ekki svo vitlaust að gera lykkju á leiðina, dvelja
þarna vestur frá svo sem eitt ár eða svo og kynnast þessu af-
skekkta og undarlega fólki, áður en ég færi til átthaganna.
— „Fleira veit sá fleira reynir.“ Það hlaut alltaf að verða dá-
litill þetykingarauki, á sinn hátt, að hafa dvalið svo sem eitt
ár á Vestfjörðum.
Það var gengið eftir svarinu, því annað álti að leita, ef hér
væri enga menn að fá. Það varð úr, að við Jónas Ásmunds-
son réðum okkur báðir til Vestfjarða, hann til Arnarfjarðar,
en ég til Dýrafjarðar. Við lögðum af stað að loknu prófi. Um
sjóleið var ekki að ræða, allt var þakið hafís fyrir Norður-
landi. Við skildum dót okkar eftir á Sauðárkróki, í þeirri
von að síðar yrði skipgengt vestur; lögðum svo land undir fót,
lórum gangandi alla leið, fengum lánaða hesta yfir Blöndu,
en óðum flestar eða allar aðrar ár. Urðum við þá stundum
að fara bæði úr sokkum og brókum, til þess að bleyta ekki
fötin. Við vorum 8 eða 9 daga á leiðinni, mættum hvarvetna
góðum greiða, vorum hinir kátustu og fannst þetta ferðalag
likjast því að lesa skemmtilega skáldsögu.
Mér féll vel við Vestfirðinga. Mér virtust þeir ekki síður
kostum búnir en aðrir, sem ég hafði kynnzt. Nóg var að starfa,
mörg verkefni kölluðu, og þetta eina ár, sem ég hugðist að
dvelja vestur frá, er nú orðið að hálfri öld — og ég er ánægð-
ur með mitt hlutskipti.
Þessum endurminningum minum er nú lokið. Ég kveð Hóla
i annað sinn, áður í sjón og reynd, en nú aðeins i anda — og
það er ósk mín, að 60 ára gamla stofnunin á þeim fornhelga
og fagra stað verði langlíf og landi og lýð til hags og sóma.
Myndin á bls. Í57: Efsta röS: Stcingrímur Árnason, Eyjaf.; Jón Guó-
mundsson, Eyjaf.; Aðalsteinn Halldórsson, Eyjaf.; Helgi Jóhanncsson,
S.-IMng; EiríUur Jóhannesson, Húnav.; Guðmundur Jónsson, Eyjaf.;
Jónas Ásmundsson, Eyjaf. — MiSröS: Kolbeinn Forleifsson, Árness.;
Tómas Púlsson, Skagafjs.; Kristinn Guðlaugsson, Eyjaf.; Stefán Kristjáns-
son, S.-Þing.; Jón Helgason, Eyjaf.; Þorsteinn Jónsson, S.-Þing.; Snorri
Jóhannsson, Skagafjs.; Valdimar Halldórsson, Eyjaf. — NeSsta röS: Páll
Ólafsson, kennari; Hermann Jónasson, skólastjóri; Ólafur Briem, form.
skólan.; Einar Ásmundsson, skólanm.; Pdtur Pélursson, skólanm.; Guð-
mundur Guðmundsson, prófdómari.