Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 70
68
BU FRÆÐINGURINN
geti þrifizt og að not verði að lifrænum áburði eða þeim til-
búnum áburðartegundum, scm ekki cru í nitratsamböndum.
Bakteríur þessar eru einnig merlcilegar frá líffrœðislegu
sjónarmiði. Þær eru frábrugðnar meginhluta alls liuldugróð-
urs í því, að lifa eingöngu á ólífrænum efnum, sem svo breyt-
ast i lífræn sambönd í frumum þeirra. Þessu er að vísu einnig
þannig varið með hinar bær'ri plöntur, en til þess njóta þær
orku sólarljóssins og sérstaks eðlis laufgrænunnar. Nitrít- og
nitratbakteríurnar lifa aftur á móti i myrkvum jarðvegsins og
hafa því allt aðra aðstöðu. En þær kljúfa kolsýru jarðioftsins
samt sem áður, nota kolefni hennar i frumur sínar, en súr-
efnið til þess að sýra með ammoniak og nítrítsamböndin, en
við þá efnabreytingu framleiðist sá hiti og lcraftur, er þær
þurfa til lífsstarfa sinna (NH4 >—>- HNO2 gefur 78,3 hitaein-
ingar, HNOa >—>- HNO3 gefur 21,8 hitaeiningar). Nítrít- og
nítrat-bakteríurnar mætti þvi telja það fremri hinum hærri
plöntum, að svo má heita, að þær skapi sér sjálfar sina eigin
sól, en hinar fá ylgeislana senda að ofan án eigin tilverknaðar.
Franski baktcriufræíiingurinn Pasteur er talinn eiga fyrstu hugmynd-
ina aíS þvi, að ]>að væru bakteriur, scm ynnu að umbreyting aminoniaks-
ins í saltpéturssýru. Skömmu siðar, 1877, tókst öðrum frönskum manni
að sanna, að hugmynd Pastcurs væri rétt, og árið 1878 var sannað á
tiiraunastöðinni í Uothamstcd, að þessi breyling gengi i tveim lotum
og að mismunandi baktcriur ynnu að hvorri fyrir sig. Samt dróst ]>að
lram til 1890, að Winogradsky varð sem oftar hlutskarpastur og tókst
að einangra og lircinrækta þcssar bakteriur.
Tilraunir Winogradsky og annara síðar liafa sýnt, að nítritbakteri-
urnar skiptast í marga stofna (Nitrosoinonas). Suniir þcirra eiga aðeins
heimi^ i cinu landi eða heimsálfu. Nitratbaktcríurnar eru samstæðari
og talin cin tegund (Bactcrium nitrobacter). Allar jiessar l>aktcriur eru
örsmáar, frá 0.3—0.5 )X gildar og 1—2 w langar. Nitritbakteriurnar ineð
hreyfihárum og eitthvað rólfærar, hinar staflaga og hafa enga eða litla
hrcyfingu.
Bakteríur þessar eru loftsælnar og því geta ammoniaksam-
bönd safnazt fyrir þar sem Ioftræsla nær ekki til (daunill
eðja í tjarnarbotnum og viðar). Viðrun og hreyfing á jarð-
veginum eykur því starfsemi þeirra. Lágmarkshiti fyrir þær
til starfa er 5° C og jafnvel við 10—12° jarðvegshita sækist
þeim fremur seint. Nítrunarbakteríurnar ættu því að geta
byrjað mcð gróandanum á vorin, en fgrr en þær eru raknaðar
úr rotinu, notast ekki af ammoniakáburði eða öðrum N-efn-
um, sem ekki eru í nítratsamböndum. í dreifðum lnisdýra-