Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 53
B Ú F RÆÐINGURINN
51
Gras Grasrótartorf Mór i 2 m clýpi Mór i 4 m dýpi
Folefni .......... 50.3 50.8 62.0 64.0
Vatnsefni ......... 5.5 4.4 5.2 5.0
Súrcfni .......... 42.3 36.0 30.7 26.8
Köfnunarefni ... 1.8 0.8 2.1 4.1
Efnahlutföll mismunandi moldarefna hafa almennt reynzt að leika
!l bessum tölum: Kolefni 45—60%, vatnscfni 4—-7%, súrefni 35—50% og
Uðfnunarefni 0.6—4%, auk þess vottur af fosfór o. fl. Rannsóknir liessar
eru miðaðar við lirein moldarefni án tillits til þcss, sem þau kunna að
l'afa dregið til sín af aðfengnum cfnum.
Samkvæmt þessu liefur moldarefnunum verið skipt í tvo að-
k'reinda efnaflokka: a) Húrain eða úlmín,1) sem er myndlaus
brún eða dökkleit, torleyst efnasamstæða með lítið sýrukenndum
eiginleikum. b) H ú mínsýrur eða ú 1 m i n s ý ru r, er skipt hefur
verið í nokkrar tegundir eftir lit og leysanleik. Helztar þeirra eru
búmussýra, sem er dökk að lit og torleyst í vatni, en sam-
lagast þvi i svifkenndri upplausn, og fúlvósýra,- sem er gulleit
°g leysanleg i vatni. Hreinar moldarsýrur telja flestir að innilialdi
eingöngu kolefni, vatnsefni og súrefni i dálítið breytilegum hlut-
föllum, aðrir tileinka jteim einnig eitthvað af köfnunarefni. Mold-
arsýrurnar mynda sölt með málmum líkt og aðrar sýrur og binda
bannig uppleyst efni. Þau geta brugðizt i svifefnaform (Colloidal
•lisperse) og agnir þeirra svo þokazt saman í stærri lieildir, sem
bafa bindandi eiginleika gagnvart ýmsum cfnum i jarðveginum.
Moldarsýrurnar valda að miklu sýringu jarðvégsins, meðan þær ekki
bindast basiskum efnum. Óbundnar eru þær þvi óhollar ýmsum
fogundum huldugróðurs, verka fýrir þær sem eins konar geril-
sneyðing og j)á um leið til hindrunar og breylingar á framhaldandi
sundurliðun í súrum jarðvegi.
Við moh/armundimina endurheimlir jarðucgurinn öll steincfni
hinna rotimðu leifa og megin hlutann af N-efnasamböndum þeirra.
Hiefileg blöndun moldarefiui bœtir stórum eðli jarðvegsins, hvorl
heldur malar-, sand- eða leirjörð á i hlut. Moldurefnin hafa upp-
leysandi áhrif á bergefnaforða jarðvegsins og sameinast hinum
°lifrienu efnum á gmsan hátt, jafnframt og þau vinna að verndun
þeirra. Úr samböndum moldarefnanna taka svo plönturnar mikinn
hluta sinna auðunniistu næringurefna.
Af framangreindu iná ráða, hve þýðingarmikil moldarmyndunin
°g moldarefnin eru fyrir jarðveginn, enda ákveður jiað mjög
gróðrarhæfni lians, að lmu séu blönduð steinefnunum í hæfilcgu
blutfalli.
i) Nöfn á cinstökuni hlutum moldarcfnanna eru eltki fyllilcga sam-
fa-'ind í jar&vegsfræðiritum, cnda nóinni rannsókn þcirra eun ekki lokið.