Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 34
32
B U F R ÆÐINGURINN
þessara afla eflaust gætt mjög mikið, til þess bendir meðal
annars, hversu algengt það er, að háfjalla þökin séu öll kar-
sprungin langt niður i herg ug yfirborðið veðrað niður í duft-
kenndan sand og möl. Frostþenslan kemur einnig til greina
gagnvart bergkornum jarðvegsins og losun hans, og verður
nánar vikið að jiví síðar.
2. Straumvatn. Fátt sýnist meinlausara fjallföstu bergi en
gróðrarskúr á vordegi. Hun byrjar ósköp góðlátlega að væta
efstu fjallakollana, en áður en varir hefur hún skolað berg-
dustið af berustu klettunum, svo að þeir standa jafn hlífar-
lausir eftir. Haldi nú enn áfram að rigna, fer lausbundinn
aur og önnur bergefni að gegnblotna, og vatnið leitar niður
eftir hallanum í skolugum straumseitlum, sumpart um hol-
grjóíin niður við bergið, sumpart ofan á, þar sem bergmylsn-
an er þéttari. Því lengra sem kemur niður fjallið, j)ví meir
eykst vatnsaginn og þess meir sameinast vatnsseitlurnar í
smálæki jrar, sem j>ær áður hafa grafið sér varanlegan farveg.
Hér er það ekki einungis vatn, sem er á hreyfingu. Það tekur
með sér drjúgan skerf af aldagömlum iðnaði náttúruaflanna,
bergmul á ýmsu stigi. Eftir })ví sem neðar kemur, og lækjun-
um vex fiskur um hrygg, fara þeir sjálfir að losa steinvölur,
velta þeim, grafa, mylja. Enn lengra niðri í dalnum eru læk-
irnir allir til samans orðnir að kolmórauðri á með urgi og
grjótkasti. Gil eru grafin, eyrar hlaðast upp, bakkar eru
brotnir, steinar sverfast, mulið er smærra og smærra. Hér
hefur hringrás vat'nsins milli hafs og liimins hleypt af stað
þeirri Gróttukvörn, sem margt bergið hefur molað og rutt
mélinu svo rækilega frá sér, að þar eru nú dalir eftir, er hún
dró sóp sinn. Miklum liluta af jiessu méli hefur verið, og er
árlega, rutt í sjó út. Þar mynda grófefnin uppfyllingu í fjarð-
arbotnum, en uppleyst efni og hið smágerðasta berst til hafs,
og þar leggur jiað sinn skerf til viðurværis lífinu í sjónum.
Hinn hluti framburðarins dreifist með vatnavöxtum um
láglendi landsins, þar sem árnar, sjálfráðar eða af manna-
völdum, flæða gfir. Þannig liafa í sambandi við gróðurleifar
hlaðizt upp þykk jarðvegslög i ijmsum dölum og láglendis-
svæ.ðum. Sums staðar á þessum uppfyllingum eru arðmestu
blettir landsins, gulstararengin.
3. Sjór. Hann hefur í ölduróti sínu svipaðan mátt og straum-
vatn til þess að mylja niður berg og mola steina. Þólt hann sé
ti