Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 106
104
BUFRÆÐINGUUINN
við rúmmál og segir þá til um, hve mikið brot úr hitaeiningu þarf
til þess að hita 1000 cm3 jarðvegs um 1° C.
Ef teknir eru aðalflokkar jarðvegsins, þá hefur eðlishiti þeirra
án lofts og rjika reynzt þannig: Sandnr 0.52, leir 0.58 og inoldar-
efni (mýrajörð) 0.60. En eins og jörðin liggur fyrir í nátlúrunni,
þá er hún alsett holrúmum, sem í þurrum jarðvegi eru að mestu
fylltar lofti, en því meiru af vatni sem hann er blautari. Nú er
eðlishiti vatns eins og fyrr segir 1.0, en Ioftsins aðeins 0,24. Þetta
hefur gagngerð áhrif, svo að það, hversu mikið jarðveguririn er
eygður og jió einkum hitt, hve mikið holur hans eru fylltar vatni,
ræður mestu um eðlishita hans sem heildar.
Rannsóknir Mitscherlich hafa t. d. gefið um jietta neðangreindar
niðurstöður.
Áhrif vatnsmagnsins á eðlishita jarðvegs.
t-T 3 Eðlishitinn eftir rúmmáli þegar jarðvatnið
O nemur °/o af holrúmi jarðvegsins
(M O o 0 10 30 50 80 100
Sandur 41.5 0.30 0.34 0.43 0.51 0.63 0.72
Leir 58.3 0.24 0.30 0.42 0.53 0.71 0.82
Mold 75.4 0.15 0.22 0.37 0.53 0.75 0.90
Samkvæint þessum og fleiri rannsóknum þarf minna hita-
magn til þess aö hita þurra jörð en blauta og einnig minna
hitamagn til þess að hita sama rúmmál af gisinni jörð en
þéttri, sé hún nokkurn veginn þurr. Þegar jörðin er meðal-
rök — vatnsmagnið svarar til 40—60% af holrúminu — er
lítill munur jarðtegundanna að eðlishita, en sé jörðin blaut,
hlijnar sandurinn miklu betur cn bseði leir og mold. Sá hlý-
indamunur á sandjörð og leir og mold, sem á eðlishitanum
byggist, mun þó vera meiri í reyndinni en hér er sýnt, vegna
þess, að við sömu rakaaðstöðu bindur sandjarðvegurinn iniklu
ininna vatn en liinar jarðvegstegundirnar. Sendinn jarðvcgur
er þvi jafnaðarlega eðlishlýr.
2. Uppgufun frá jarðveginum og útgeislun. Uppgufunin
veldur miklu um hlýindi jarðvegsins. Þetta byggist á því, að
til uppgufunar hvers lítra af vatni þarf um 600 hitaéiningar,
og þessi hiti verður að takast frá jarðveginum, eða verður til