Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 124
122
BÚFRÆÐINGURINN
Þá skal þess getið í þessu sambandi, að sumarið 1936 safn-
aði F. Steenbjerg, deildarstjóri við jarðvegsrannsóknastöð
Dana, allmörgum jarðvegssýnishornum hér á landi til rann-
sókna á sýrustigi og upplejrsanlegum næringarefnum. Rann-
sóknir þessar voru gerðar eftir aðferðum, sem vel liafa gefizt
við danska jörð. Leysanleikinn er ákveðinn með stigatöluin
misháum eftir þvl, hve mikið leysist. Samkvæmt þeim rann-
sóknum, sem gerðar voru um leysanleik fosfórsýrunnar, náði
mikill hluti sýnishornanna aðeins stigatölunni 0.2—0.5 og und-
antekning, að fosfórsýrutalan kæmist yfir 3.4, en í danskri
akurjörð er alengt að hún sé 4—6. Einna leysanlegust virtist
fosfórsýran við ])H 6—6.9. Frá þessu var þó sú merkilega
undanlekning, að þau 2 jökulleirssýnishorn, sem rannsökuð
voru, fengu 12.6 stig og 24.4 stig, en það er óvanalega hátt eftir
því sem vant er að koma út með þessari aðferð. Það kom
einnig í ljós við rannsóknirnar, að stigatalan hækkaði óvana-
lega lítið, þótt hætt væri auðleystri forfórsýru í íslenzka jarð-
veginn og einnig, að hann hatt svo fast mestalla þá fosfórsýru
sem í hann var bætt, að hún varð alls ekki skoluð burlu með
vatni. Fóru íslenzku sýnishornin að þessu leyli langt fram úr
hinum dönsku, er notuð voru til samanburðar.
Þótt telja megi líklegt, að þessi rannsóknaraðferð hafi að
einliverju leyti ekki hentað lyrir íslenzkan jarðveg vegna sér-
kennileika hans, ])á virðist þó mega af henni ráða, að islenzki
jarðvegurinn hafi óvenjulega mikið efnageymslueðli gagn-
vart fosfórsýru, en liitt er hins vegar enn óráðin gáta, hvort
hann er ekki full fastheldinn á hana gagnvart gróðrinum, og
að það kunni að orsakast af því, að tiltölulega lílið af kalki
jarðvegsins sé í karbónat sambönduni, en hins vegar gnægð
af járni og alúmíni, sem þá gleypi við fosfórsýrunni og haldi
lienni í alltorleystuin samböndum.
Að því er kalíinu við keinur, þá sýndu þessar rannsóknir
að það er hlutfallslega leysanlegt og stendur að því leyti fram-
ar því, sem á sér stað i danskri jörð. Samkvæmt þeim rann-
sóknum, sem þegar hafa verið gerðar, má því telja, að ís-
lenzkur jarðvegur sé yfirleitt fremur auðugur af heildarkalí-
magni og að af því sé hlutfallslega mikið í jurtaleysanlegum
samböndum.