Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 36
34
BÚFRÆÐINGURINN
G. mynd.
Jökulrispaöur steinn.
stund og þeirra gætir langt inn til heiða, þó að jökulmenjarnar
séu þar víðast efnisminni en niður til láglendis.
Jafnan fylgir jöklunum nokkur vatnsmyndun, en einkum
þó, er á þá er að ganga vegna leysinga. Þessi vatnsagi grefur
í bergið undir jöklinum og skolar fram feikna miklu af fín-
muldum bergsalla, sandi og möl, þar sem sjór stóð um þetta
leyti svo hátt, að hann fylgdi jökulröndinni eftir upp eftir
láglendissvæðum og lægri dölum, þá tók þetta grunnsævi við
miklu af framburði jöldanna, jafnaði úr honum og lagði leir-
inn úr jökulánum lag á lag ofan. I-'annig er til oröinn mó-
helluleir og sandflögur, scm viða sjást í árbökkum og eru víða
undirlag siðari tima jarðvcgsmijndunar um láglendin hér á
landi.
Frágangur jöklanna á landinu var j>ví engan veginn svo
slæmur, sem ætla mætti. Þeir höfðu að visu svipt það öllum
þeim jarðvegi, er það kann að hafa átt áður, eða áunnið sér
milli jökulskeiða, en hins vegar má svo að orði lcveða, að jökl-
arnir hafi skilað landinu mikið til alklæddu „milli fjalls og
fjöru“ nýmuldum og þróttmiklum bcrgefnum. Þetta bergmul
var, eftir atvikum, ákjósanlegur griðastaður landnemum hins
nijja gróðurs, er þeir bárust hingað til lands, og J)að hefur
tekið virkan og áhrifamikinn þátt í áframlxaldandi jarðvegs-
mijndun landsins jafnvel allt fram á þennan dag.
Enn þá vinna jöklar hér stórfenglegt slarf og í jökulhlaup-
um ægilegra en annars staðar þekkist. Enn þá sverfa þeir
undirstöðu sína og enn þá flytja jökulárnar steinsvarfið til
sjávar í milljón tonna tali. Og enn í dag taka þeir þátt í jarð-
vegsmyndun og miðlun nýrra næringarefna þar, sem lands-
halli er orðinn svo lítill, að jökulárnar geta að ósekju flætt um
gróin lönd og fellt þar niður uppleyst efni og fínasta leirinn
úr framleiðslu jökulsins.