Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 143
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
141
alúð við að leiðbeina okkur í þeim efnum. Oftast var flutt á
8—10 hestum. Baggarnir áttu að bíða í tveimur röðum,
þannig að lestina mætti teyma á milli, án ]>ess að taka hana í
sundur. Gekk svo sinn karhnaðurinn á liverja röð og kastaði
hverri sátunni af annarri á klakkinn. Það var alltaf verk
flutningamannsins — ef hann var þess megnugur —• að láta
upp öðrumegin. Á þessum árum þekktist ekki að aka heyinu
á sleðuin eða vögnum. Lélega þótti að verið, ef karlmaður og
kvenmaður hundu ekki 80—100 hesta yfir daginn, en oftast
var þá unnið yfir 12 tíma.
Auk verkstjóranna liöfðu allt af 2 skólapiltar sérstök um-
sjónarverk á hendi. Var annar þeirra nefndur hestamaður, en
hinn fjósamaður. Hestamaðurinn gætti hestanna og réð að
nokkru yfir þeim. Að sumrinu sótti hann þá í hagann, þegar
þeir voru notaðir, og flutti þá aftur að vinnu lokinni. Réð
hann oftast, hvaða hestar voru teknir. Að vetrinum sá hann
einnig um þá, bæði úti og inni. Hestamaðurinn átti einnig að
gæta allra þeirra áhalda, er hestunum tilheyrðu. Þetta trún-
aðarstarf hafði hver piltur á hendi sinn ákveðna tíma. Tók
þá sá næsti við. Fór þá fram uppskrift og nokkurs konar út-
tekt á munum þeim, er hestunum tilheyrðu s. s.: búningum,
beizlum og teymingum, reipum, höftum, reiðtygjum og reið-
ingum. Vinnuhestar voru 10—12. Bar hver sitt nafn og nutu
einna mestrar virðingar þau „Adam“ og „Eva“. Næstir voru
svo að metorðum Óðinn, Porri, Brimnesrauður o. s. frv.
Fjósamaðurinn hafði alla umsjón með fjósverkunum og
vann að þeim einkum að vetrinum, ásamt Gunnari vinnu-
manni. Fjósamaðurinn færði fóður- og mjólkur-skýrslur og
skráði alla merka viðburði í lífi nautgripanna, s. s. hvenær
kúnuhi var haldið og hvenær þær báru. Bar honum að fylgj-
ast vel með burðareinkennum kúnna og vera að sjálfsögðu
viðstaddur, er þær báru, hvort það var á nótt eða degi, og yfir-
leitt að vaka yfir öllum misferlum, er nautgripina lcynni að
henda, og ráða bót á þeim eftir föngum. Hann álti að sjá um
allt hreinlæti í fjósinu, hirða um öll áhöld, er nautgripunum
komu við, og sjá um að þau væru í lagi s. s.: meisar, brynn-
ingaráhöld, kúabönd, mykjubörur o. fl. Áburðarhús var
ekki til. En fjósamanni bar að sjá um, að svo ríflega væri
borið í flórinn, að það drykki í sig þvagið. Fjósliaugurinn
var borinn upp eftir vissum reglum. Hann var hafður