Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 151
BÚFRÆÐINGURINN
145)
foringi ferðarinnar. Hann gékk á undan, við hinir svo hver
á eftir öðrum. Sótlist okkur allvel, því veðrið rak á eftir.
Þegar koin norður undir brúnina varð aftasti maðurinn þess
var, að hann hafði týnt öðru skíðinu. Koin okkur, fjóruin
þeim öftustu, þá saman um að ganga litinn spöi til baka
og svipast eftir því. — Sneruin við þá við, en ’.i hinir fremstu
höfðu ekki orðið varir við töfina og voru þeir horfnir út í
myrkrið. Brátt fundunl við skiðið og héldum þá á eftir
hinum. En af þeim er það að segja, að þegar þeir eru komnir
alllangt niður í brekkuna, verða þeir jiess varir, að meira en
hálfur hópurinn er horfinn. Þeir sáu ekkert frá sér. Þarna
náði veðrið sér að visu ekki fyllilega, en kófið ofan af fjall-
inu var þó svo mikið, að naumast sáust handaskil. Þeir
bíða og kalla, en verða einskis varir. Varð þá að ráði, að
Stefán sneri aftur að leita, en hinir 2 skyldu bíða i brekk-
unni og’ hröpa við og við af öllum mætti, svo að lieyra mætti
sem lengst. Þegar við 4 komum austur á brúnina, sáuni við
ckkert nema biksvartan mökkinn fyrir fótum okkar. Við
steyptum okkur ])ó niður i sortann. Var þar mikið misvindi
og snjókóíið ógurlegt, svo að við supum hveljur og lögð-
um kollhúfur, hver sem bétur gat. Lausamjöllin var viða í
mitti, en undanhaldið sóttist þó sæmilega. Ekki erum við
komnir langt niður í brekkuna, þegar við rekum okkur á
Stefán. Brýzt hann þar um í fönninni af mikilli karlmennsku
og sækir á móti með stafinn i annari hendi, en með hinni
rífur hann látlaust frá andlitinu snjóinn, sem safnaðist þar
fyrir og byrgði augun. Urðum við allir fegnir, að fundum
bar saman, en hann þó kvað mest, sem ekkert vissi, hverju
það sætti, að við hurfum svo skyndilega. Héldum við nú
allir niður brekkuna og hittum þá tvo, er þar biðu. Veðrið
lægði smám saman og léttu skíðin dálítið. Þegar kom lengra
niður á dalinn, varð frostlaust, tolldi þá við skíðin og urð-
um við að draga þau. Færðin var hin versta, cn við þreyttir
og svefnlausir. Sóttist ferðin því seint. Loks náðum við að
Baugaseli laust fyrir hádegi. Tókuin við okkur þar góða
hvíld og nutum hins bezta beina. Var ferðinni svo haldið
áfram og bar ei til tiðinda. Sumir náðu heim lil sín um
kvöldið, en hinir, sem lengra áttu, næsta dag. Nulum við allir
jólagleðinnar með vandamönnum og vinum.
Eftir nýáriþ var svo aftur lagt af stað vestur, sömu leið,