Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 175
BUFRÆÐINGURINN
173
Skagafjarðal'. Eru þar víðir vellir og viðfelldin heitilönd.
Heyrast þar hófaskellir, sem hljómur frá æðri strönd.
Tekin voru 60 liross, viðs vegar að úr sýslunni (úr 11
hreppum), en nokkrum varð að vísa frá. Auk þess liafði hver
maður, er við stöðina vann, 2 tamda hesta til að teyma ti-ypp-
in á meðan þau voru sem óstýrilátust. Alls voru því um 70
hross þarna samankomin, og kenndi þar margra „grasa“ sem
að líkum lætur.
Upphaflega var svo til ætlazt, að hestarnir væru allir leiði-
tamir og járnaðir þegar þeir kæmu á stöðina. En á þessu
urðu þó mjög miklir misbrestir. Varð sú raunin, að flestir
voru algerlega óbandaðir og margir komu járnalausir.
Nokkra varð að sækja heim til eigendanna, vegna þess að
þeir höfðu elcki möguleika á að handsama þá, þótt í hús
væru komnir. Sýnir það ef til vill hetur en nokkuð annað,
hvaða erfiðleikum það er bundið fyrir bændur að gera fol-
ana meðfærilega. Geysimikil vinna fór því i að safna hest-
iinum saman og járna þá.
Brátt kom í ljós, að enda þótt Héraðsvötnin séu hæði breið
og vatnsmikil, voru þau hvergi nærri sá farartálmi sem
skyldi. Tóku folarnir fljótlega að fara þau, hvar sem var.
Olli það miklum töfum frá aðalstarfinu, þar sem elta þurfli
strokusömustu hestana stundum dag eftir dag og nótt eftir
nótt. Horfði svo um hríð, að mjög lítill árangur virtist ætla
að nást. Var þá bætt við einuin manni til að vakta hestana.
Hestunum var skipt milli tamningamannanna, svo að hver
hafði sinn ákveðna lióp til þjálfunar. Að inorgni hvers dags
voru tryppin rekin saman og tók þá hver maÖur 2—3 hross.
Um miðjan dag var þeim svo sleppt, en önnur tekin. Öðru-
hvoru fóru þó tveir eða þrír saman, lengri eða skemmri
leiðangra, með lióp hesta. Má því með sanni segja, að þetta
væri hálfgert hjarðmanna líf, ekki sízt þar sein legið var við
i tjöldum og snætt úr skrínum. Og vist er það, að engum sem
við Jietta vann, leiddist starfinn, lieldur Jivert á móti. Þeiin
mun oft hafa verið líkt innan hrjósts og H. Hafstein Jiá er
hann kvað: „Ég herst á fáki fráum, fram um veg.“ Því hvar
er það, ef ekki á undirlendi Skagafjarðar, sem segja má:
„Og grundin undir syngur söngva, slétt við Léttis hófaspil.“
Enda mun Jietta sólskinsrika vor lifa í minningu þeirra líkt