Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 103
BÚFRÆÐINGURINN
101
fínkorna jarðveg, eða þann, sem er til muna blandaður svif-
efnum, fer þetta á annan veg. Sé sá jarðvegur ekki svo þurr
þegar hann frýs, að hann skorti mikið á hárpípuvatnsmettun,
þá er það vanalega að l'rostið komi til leiðar nokkurri hreyf-
ingu á jarðvatninu. Auk þess, sem vatnið kristallar í stærri
holrúmum og þenur þau út, þá dregst það saman úr af-
mörkuðum sviðum og myndar klakalög milli flatlaga smá-
reita, er liggja nokkurn veginn lárétt í jarðveginum. í þver-
skurði verður því slíkur jarðvegur líkt og hlaðinn úr snið-
skornum strengjastubhum, sem frosið hefðu saman með mis-
munandi þykkum millilögum iir is. En það er ekki einungis
að þessi millilög séu mynduð lír vatni þvi, er heyrði til
l'rosna laginu sjálfu, heldur hefur vatnið i þíðu jörðinni
neðan við hreyfzt upp á við, meðan á frystingunni stóð og
lagt til aukið efni í klakalögin. Þetta reynist verða í þeim
mun stærri stíl sem grynnra er til grunnvatns og jarðvegur-
inn hefur meiri hárpipuleiðslu. Vitnisburður um þessa vatns-
hreyfingu upp á við, samtimis því að yfirborð frýs, er aur-
bleyta’ í þiðnandi jörð, þótt hún hafi frosið tiltölulega þurr,
og svo finnst hún með þvi að mæla vatnsmagn jarðvegsins
áður og eftir að hann frýs.
Þetta aukna vatnsmagn í frostskorpunni eykur rúmmáls-
breytingu hins frosna jarðvegs langt umfram það, sem annars
hefði orðið og hún kemur fram í þvi, að jarðvegurinn lyftist.
Sérstaklega kveður mikið að þessu við hæga yfirborðsfryst-
ingu á opinni eða rótlitilli jörð, ef vatnsleiðslan neðan frá
er i góðu lagi. íslagið, er myndast úr vatnsstreyminu að
neðan, getur þá, á mörkum frosts og þíðu, tekið sér svo
tröllaukna mynd, að það hreykist upp klakaströnglar jafn-
vel margir cm að hæð. Þessir strönglar lyfta þá upp jarð-
vegsfyllunni, sem áður var frosin, og slíta hana úr sambandi
við undirlagið. Slikar aðfarir frostþenslunnar eru algengar
hér á landi og ganga lengst i lítt gróinni eða opinni jörð s. s.
flagmóum, sandblendnum jökulleir og moldblendnum mel-
um. Það nefnist h o 1 k la k i, og holrúmin, sem myndast ofan
til í jarðveginum þegar holklakinn fer að þiðna, klaka-
h 1 a u p.
Þótt jörðin hafi gott af að frjósa, veldur frostþenslan 1
jarðveginum erfiðleikum og skaða við ræktun, og miklum
vanda og kostnaði t. d. við vegagerð. Af hennar völdum or-