Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 56
54
B U F R’Æ Ð INGURINN
gæf hcr á landi. Maðkahrúgur sjást þó sums staðar allþélt á
túnum, einkum siðari hluta sumars. Óvenju mikil verksum-
merki ánamaðka hafa lengi undanfarið sézt á nokkruin hluta
Munkaþverártúns í Eyjafirði, eru maðkarnir þar bústnir
mjög og rauðleitir á lit. Grasvöxtur er talinn mjög góður á
þessu svæði.
Ánamaðkurinn er næmur fyrir ofþurrkun jarðvegs og vot-
lendi unir hann illa. Ríkulegur lífrænn áburður, einlcum ef
hann kemst ofan i jörðina, eykur mjög viðkomu hans, en sýrð
jörð lil muna er honum óholl. Hann er gefinn fyrir lcalkefni i
jörðinni, en tilbúinn áburð yfirleitt lætur hann sér fátt uin
finnast, og athuganir benda til þess, að hann sé viðkvæmur
fyrir því að koma í snertingu við óuppleystar agnir, þegar
áburði er dreii't.
B. Huldugróður jarðvegsins.
Huldugróður jarðvegsins heyrir til þeirri fylkingu gróður-
ríkisins, er Þelingar nefnast (Thallophyta). Þelingarnir
eru svo aftur aðgreindir þannig:
B a k t e r í u r, sem eru nærfellt allar einfruma og fjölga við
einfalda skiptingu.
S v e p p i r (Fungi). Ein eða fleirfruma. Fjölgar með knapp-
skoti eða gróum.
Þörungar (Algæ). Sérkennilegir að því leyti, að þeir eru
með mismunandi litum smákornum, sem svara til laufgrænu
hinna hærri plantna, hjá flestum jarðvegsþörungum græn eða
hlágræn. Korn þessi verða þó ekki að notum niðri í jörðinni
lil þess að vinna kolsýru, heldur verða jarðvegsþörungarnir
að afla sér kolefnis á annan hátt.
Sveppir jarðvegsins eiga nákomna frændur, þar sem eru
sveppir og gorkúlur ofanjarðar, og af sama ættmeið og jarð-
vegsþörungar er þang og alls konar sæþarar.
Tegundir ]>essa smágróðurs eru mjög inargar og einstaklingsfjöldinn
svo mikill, að enginn mun hafa liomið par á ábyggilcgri tölu, l>ótt aðferðir
til þess hafi mjög verið endurbættar síðustu ár. Til þcss að gefa nokkra
liugmynd um hvilika mergð og efnismagn liér er jim að ræða, skulu til-
fœrðar hér nokkrar tölur.
Samkvæmt nýjustu aðfcrðum við h a k t e r í u-rannsóknir á mismun-
andi mcðförnum tilraunareitum á tilraunaslöðinni á Kothamsted var
komizt að cftirfarandi niðurstöðu: