Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 149
BÚFRÆÐINGURINN
147
engan hafa grunað, að hann tæki þetta í alvöru eða til eftir-
breytni. Prestur að Viðvík var þá hinn alkunni merkismaður,
Zophonías Halldórsson. Næsta sunnudag, þegar bar að messa
á Hólum, er Gunnar ekki seinn á sér og stikar inn i stofu til
prófasts. „Sælir verið þér, herra prófastur" segir hann, og
rétti honnm höndina með mikilli hæversku. Prófastur tók
kveðjunni 1 júfmannlega, eins og hans var venja, liver sem i
hlut átti. „Ég var að hugsa um að biðja yður að gera ofur-
litið fyrir mig i dag,“ sagði G,unnar. „Og hvað er það nú,
Gunnar minn?“ — „Það er að lýsa með mér og einni stúlk-
unni hérna, ekki þeirri síztu, það er hún S. . ., prýðileg
dáindiskvinna.“ — Það kom hik á prófast, en þá hélt Gunn-
ar, að liann væri að liugsa um, hver mundi greiða pússunar-
tollinn, svo hann flýtti sér að bæta við: „Þér þurfið ekki að
vera hræddir um borgunina, prófastur góður, því það eru
nokkrir piltar hérna, sein ætla að sjá um þetta alltsaman."
Það var auðséð, að prófasti þótti nóg um, og hann spurði
með mikilli hægð: „Og hverir helzt eru það nú, sem hafa
komið yður til þessa?“ „Æ, þeir vilja nú allir, piltagreyin,
greiða fyrir þessu,“ svaraði Gunnar. „Jæja, við þurfum ekki
meira að tala um þetta, Gunnar minn,“ mælti prófastur. —
„Æ, það er alveg satt, ég gáði ekki að því,“ sagði Gunnar, lét
á sig húfuna, sem hann hafði allt af vöðlað milli handanna,
og gekk út. Ekki virtist það neitt skerða glaðlyndi lians, þótt
ekki yrði af lýsingunni.
Dansskemmtanir voru ekki tiðar, enda skorti húsrúm til
þess. Þó var borið við að fá sér snúning, helzt á laugardags-
kvöldum. Var skólastjóri ]iví ekki mótfallinn. Einna vegleg-
asta dansskemmtunin var i sambandi við „töðugjöldin". En
þau voru alltaf næsta laugardag eftir að túnið var alhirt.
Þann dag var sú tilbreytni, að ekki var farið heim til að borða
kl. 2 eins og vant var. í þess stað var fólkinu fært á engjarnar
kaffi með brauði. Át og drakk þá hver það, sem hann þoldi.
Vinnu var svo lokið um kl. 5. Fóru þá allir heim, þvoðu sig
og fóru í skárri flíkurnar. Var svo sezt að snæðingi. Var mat-
ur vanalega framreiddur: rjúkandi nautasteik m. m. og rús-
inugrautur á eftir. Tók þá margur hraustlega til matar. Að
loknu borðhaldi var svo dálítið hlé, þar til mjöltum og öðr-
um kvöldverkum var lokið. Þá var sezt að kaffidrykkju, með
miklum og góðum kökum. Síðan hófst dans, leikir og aðrar