Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 125
BÚFRÆÐINGURINN
123
C. Efnaskolun.
Eins og áður er getið skolast alltaf eitthvað al' efnum til
dýpri jarðlaga, eða þau berast burtu méð niðursigsvatninu
til lokræs a og í læki og ár. Hve miklu þetta nemur, er mjög
mikið ko inið undir krafti efnageymslunnar, tegund einda-
skipta og úrkomumagni. Þar sem loftslag er svo heitt og þurr-
viðrasamt, að uppgufun kemur að mestu í stað afrennslis, get-
ur þetta tap orðið rnjög lítið og þá bættir leystu steinefnun-
um við að setjast í efsta lag jarðvegsins og gera hann óhollan,
vegna basiskra eindahlutfalla og of mikils af leysanlegum
efnum, s. s. natrón, kalki og kalí. í norðlægum löndum, er
víðast hafa talsverða úrkomu, sækir hins vegar í útþvott efna
i efsta laginu bæði þeirra, sem eru í algerri upplausn og
liinna, sem hafa komizt í svifefnaform. Safnast þau þá oft
fyrir um og nokkru neðan við venjulegt grasrótardýpi. Af
þessu leiðir, að í nágrannalöndum okkar eru víða greinileg
lagaskil í óhreyfðum jarðvegi, einkum í sandjörð og þar, seni
votlendis kennir. Er þá allt að 15—20 cm efsta lagið Ijós-
leitara á lit og til muna skolað að efnum, næst tekur við
dekkra lag og efnarikara, sums staðar rauðlitað af járni. Lög
þessi nefna jarðvegsfræðingar A og B lög, en þau geta svo liaft
nánari skiplingu eftir útliti og efnum. Þessi skolun efnanna
niður á við nefnist á erlendum málum „Podsol“, en gæti á
íslenzku nefnzt e f n a s i g. Súrum jarðvegi er hættara við efna-
sigi og jafnvel algerri efnaskolun en lítt súrum eða basiskum.
Efnasigið eykur jafnframt súrinn i efsta laginu en dregur úr
honum í neðri lögunum þar, sem efnin safnast. saman. Þessi
munur á sýrustiginu í efsta lagi og nokkuru dýpi er algengt
að muni frá 1—1,5 stigum. Þannig er viða í erlendri mýra-
jörð, að í efsta laginu sé sýrustigið pH 3.5—4.5 en í 0.6—1 m
dýpi pH 4.5—5.5.
Óvíða kemur þessi aðgreining jarðlaganna eins greinilega
í Ijós og í sendnum lyngauðnum józku heiðanna. Sandurinn
hefur þar mismunandi lit eftir dýpi í jarðveginum, en í 40—60
cm dýpi kemur þykkt lag af harðri brúnleitri aurhellu (Al),
þar sem svo mikið hefur safnazt saman af upphörðnuðum
svifefnasamböndum, einkum járns, alúmíns og kísilsýru, að
þau hafa bundið sandkornin saman í harða steypu. í sam-
bandi við þessa efnislegu þróun í erlendum jarðvegi, getur