Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 150
148
B U F R Æ « I N G U R I N N
skemmtanir. Tók flest heimilisfóllcið, hæði konur og karlar,
]xátt í þvi. Var þannig haldið áfram, þar til síðari part nætur.
Ekki inan ég til, að skólastjóri tæki ]xátt í dansi eða þess
konar gleðskap. Oft konr liann þó þar að og hafði þá jafnan
gamanyrði á hraðbergi. Sjaldan var áfengi haft um hönd, svo
að teljandi va>ri, enda átti nokkur bindindisstarfsemi sér
slað í skólanum þessi árin.
Um jólin höfðum við hálfsmánaðar frí frá bóknáminu.
Jólasiðir voru líkir því, sem þá gerðist í sveitum norðanlands.
Margir piltar fóru þá heim lil sín, en það fólk, sem heiina
var, skemmti sér eftir föngum, við leiki, dans og spil. Skag-
firðingarnir fóru flestir heim til sín, og eitthvað af piltuin úr
Eyjafirði og Þingevjarsýslu. Víluðu þeir ekki fyrir sér, þótt
]>að væri í skammdeginu, að fara yfir hinn hrikalega fjall-
garð milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Mér er minnist.æð
ferð okkar norður, um jólin 1890. Við lögðum ai' stað, 7 i hóp,
að kvöldi 22. des., um kl. 9. Þá var glaða tunglsljós og indælt
veður. Ákveðið var að fara Héðinsskörð. Var það nokkru
styttra en Hjaltadalsheiði, en hærri fjallvegur, um 1210 m.
(Hjaltadalsheiði uin 1020 m) og vandrataðra. En okkur þótti
það' ekki sæma Hólamönnum að setja slílca smámuni fyrir
sig. — Var nú haldið sein leið liggur fram Hjaltadalinn, yfir
Hofsland og Hagann lil Héðinsdals. Hann er þverdalur, aust-
ur úr Hjaltadalnum. Þá héldum við upj) Héðinsdalinn og
Tungurnar. Var þá talsvert farið að syrta í lofti. Ég var visl
sá eini i hópnum, sem kenndi nokkurs máttleysis. Varð jafn-
vel að hvílast við og við. Sýndu félagar minir mér mikla
samúð og nærgætni. Færðin var sæmileg, en allir dróguin við
skíði og þyngdi það nokkuð á móti brekkunni. Brátt fór
að mugga, síðan að smáhvessa, því meir sem ofar dró, en
þá hresstist ég vonum fremur og dugði úr því líkt og. hinir.
Loks komumst við upp í Héðinsskarðið, sem á kortinu er
talið 1210 m hátl. Var þá kominn blindbylur af vestri með
mikilli fannkomu, en litlu frosti. Við töldum okkur á réttri
leið og ekki nema örstutt norður á brúnina að brattri brekku
niður í Barkárdalinn, sem liggur vestur úr Hörgárdal. En
litlu mátti muna, á hvora hliðina sem var, lil þess að við
lentuni ekki frarn af háuin hömrum, sem eru lil beggja handa
við hina réttu leið. Stefán Kristjánsson frá Hallgilsstöðum
í Fnjóskadal, síðar skógarvörður á Vöglurn, niátti teljast