Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 71
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
(59
áburði er sennilegt, að þær
geti farið að starfa fyrr en
niðri i jarðveginum vegna
þess, að molar hans hlýna
betur á daginn en sjálfur
jarðvegurinn. Við svo lágan
sumarhita sem hér á landi, er
sennilegt, að nitrunarbakterí-
urnar nái aldrei fullum
starfshraða, en hins er þá að
gæta, að ammoníakmyndunin
gengur þá einnighægtogættu
þær því að geta haft undan.
Um þetta munu engar at-
huganir hafa verið gerðar
hér á landi.
Nítrunarbakteríunum er illa við mikið af auðleystum líf-
rænum efnum i nálægð sinni. Vegna þess og loflleysis fellur
þeim illa vistin i þéttum haugum og haughiisum, þótt nóg sé
þar af ammoniaki, enda myndast þar litið af nítrötum. Það
verður að bíða þar til áburðinum er dreift eða blandað saman
við moldina. Þær eru næmar l'yrir súr i jarðveginum. Kjör-
svið þeirra mun vera niilli pH 6—7, en þó á nítrun sér stað,
þótt jarðvegur sé allmikið súr. í seinni tið er sú skoðun að
ryðja sér til rúms, meðal annars studd af norskum rannsókn-
um, að það séu sérstakir stofnar nítrunarbaktería, er vinni
á lægri sviðum sýrustigsins, og á þá skoðun hefur Wino-
gradsky sjálfur fallizt. Árið 1931 voru einangruð á Rotham-
sted 4 afbrigði nitrunarbakteria, sem voru svo frábrugðnar
hinuni, að þær neyttu lífrænna efna og gátu þolað jarðsýr-
ingu niður i pH 4.8.
d. IJfræn festing N-sambanda og afnítrun
(Denitrifikation).
Þegar köfnunarefnið er komið á nítratstigið er það, eins og
áður er sagt, hin eftirsóttasta næring fyrir allan hærri gróður,
og meðan á gróandanum stendur, ganga nitrötin mjög upp til
jurtanæringar jafnóðum og þau myndast. En á þessu sviði
eiga plönlurnar harðvítuga keppinauta meðal frænda sinna
i jarðveginum. Nálega allur sá sægur liuldugróðurs, sem þar
11. mijnd. Nitratbakteriur (Bact.
nitrobacter) 1000 föld stækkun.
(Gftir 1 Vtnogradsky.)