Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 119
B U F RÆ Ð 1 N G U R I N N
117
mest á efnarannsóknarstofunni í Reykjavík. Upplýsingar um
þetta lágu á víð og dreif í ýmsum ritum, þar til Guðmundur
Jónsson kennari, fyrir atbeina Biinaðarfélags Islands, safnaði
þeim saman og samræmdi og voru helztu niðurstöður gefnar
út i Skýrslum Búnaðarfélags íslands nr. 3 1930. Langflest efna-
greindra jarðvegssýnishorna eru frá Suðurlandi, allmörg frá
Norðurlandi og nokkur frá Vesturlandi og Vestfjörðum.
Samkvæmt skiptingu Guðmundar Jónssonar eftir jarðvegs-
flokkum eru tilfær.ðar hér nokkrar tölur frá þessum efna-
greiningum (bls. 116).
Til samanburðar skal hér tilfært, hvað próf. Fr. Weis telur
samkvæmt þýzkum heimildum að séu meðaltalsefnahlutföll
i Miðevrópujarðvegi, miðað við sams konar aðferð við efna-
greiningu og hér hefur mest verið notuð:
ci \n O O 00 O C3 ro O O O O O rt
< d, X u H < 25
6/o af þurrefni
Frjósöm svartmold 78.60 0.10 0.41 1.16 2.43 3.32 0.43 0.09
Moldjörð 95.37 0.03 0.12 0.15 0.95 0.74 0.21 0.13
Leirjörð 91.46 0.17 0.38 1.32 4.16 7.96 0.77 0.13
Sandjörð 96.00 0.04 ■ 0.04 0.08 » » 0.10 0.03
Harald R. Christensen telur lil 30 cm dýptar í dönskum
mýrum (Lavmose), sem helzt væru sambærilegar við hér-
iendar mýrar: ösku 18.12, N 2.88, P2O0 0.22, KaO 0.07 og
CaO 3.0% af þurrefni. Annars staðar í Norður-Evrópu er það
einnig algengt að öskumagnið i mýrum sé frá 12—20%, en
viða er köfnunarefni og kalk meira en í íslenzkum jarðvegi.
Þótt yfirlit þetta um íslenzka jarðveginn sé hvorki byggt
á svo mörgum né samstæðum efnagreiningum, sem æskilegt
liefði verið, þá munu þó rannsóknirnar, sem fyrir liggja,
hafa inarkað þá höfuðdrætti í efnahlutföllum jarðvegsins, að
af þeim megi draga nokkrar almennar ályktanir og bera þau
saman við algeng efnahlutföll í erlendum jarðvegi. Skal nii
bent á nokkur atriði í l)essu sainbandi.
Yfirlitið sýnir, að mikiR nninur er á efnasamsetningu ein-
stakra sýnishorna, en þó er munurinn milli jarðvegstegunda
minni en búast inætli við. Þannig verða samkvæmt efnagrein-