Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 98
96 B Ú F RÆÐING U RINN
D. Samhengi og viðloðun.
Samhengi eða samloðun (cohæsion) nefnist aflið, sem lieldur smá-
hlutum jarðvegsins saman, svo þeir falli ekki hver frá öðrum. I’essi
kraftur er mismunandi eftir ]>vi, hver jarðefnin cru, hvc smáger hau
eru og livort ]>au eru ]>urr eða blaut. Samliengi jarðvegsins hefur verið
rcynt að ákvcða á ýmsan hútt, l>ar á meðal með þvi að ákvcða það
i stigum frá 0—100. Neðangreindar stigatölur cru frá þeim rannsóknum.
Þurr jörð rök jörð
Kvarssandur ............. 0 i!—4
Moldjörð ................ 8—7 9—9.5
Jökulleir ............... 100 27—29
l>að er mikið undir samhengi jarðvegsins komið livc mikinn kraft
þarf til plæginga og annarar jarðvinnslu á o])nu laudi, og þvi hefur leir-
mikill jarðvegur verið nefndur þ u n g jörð, en sendinn og moldkenndur
jarðvegur létt eða laus. Við hlöndun jarðcfnanna nálgast samlicngið
meira meðalstyrkleika, og á þvi stigi er það cinna hentast i'yrir jurta-
ræturnar, svo að þær nái sinni eðlilegu dreifingu og vexti.
Viðloðun (adhæsion) kalla mcnn tilhneigingu jarðvegsins til ]>ess að
tolla við jarðvinnsluverkfæri og annað, sem hann kcmst i snertingu við.
Tilraunir liafa sýnt, að jörðin liefur frá 10—25% mciri viðloðun við tré
cn járn, og þvi minni viðloðun við járnið scin það er fægðara og harð-
ara. Leirinn Ioðir meir við en aðrar jarðvcgslcgundir og smákorna jörð
meira cn grófkorna. Sandur og mold loða mest við, l>egar jörðin cr
mettuð af vatni, en viðloðun leirs fer vaxandi þar til ca. 80% af vatns-
mettun er náð, og fer svo minnkandi með auknu vatnsmagni.
E. Vatnið í jarðveginum.
Hér að frainan hefur þess verið getið, hve þýðingarmikið
vatnið er fyrir upplausn og tilfærslu efnanna í jarðveginum
og sem lífsskilyrði öllum gróðri. Hæfilegur raki í jarðvegin-
um er því grundvallandi atriði við alla ræktun, og réttar að-
gerðir, til þess að halda honum í samræmi við þarfir rækt-
unarplantnanna, eru ineðal hinna vandasömustu viðfangsefna
jarðræktarmanna. Um þelta efni vísast til ritgerðar Pálma
Einarssonar um „vatnsmiðlun" í ritsafni þessu, en hér skulu
tiðeins dregin saman nokkur meginatriði um eðli og lireyfingu
vatnsins í jarðveginum og þá sitt í livoru lagi, um fljótandi
vatn og frosið.
1. Fljótandi vatn.
Vatnið í jarðveginum ákveðst í aðalatriðum af úrkomu,
uppgufun og afstöðu til afrennslis. Uppgufunin fer eftir hita,