Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 123
BÚFRÆÐINGURINN
121
sogsmátt"1) (Absorptionsevne), þ. e. a. s. eiginleika til þess
að halda í sér vatni og hafa „jónaskipti"2), en þetta eru ein-
kenni mikillar frjósemi, úr þvi, eins og hér, ekki er hægt að
benda á neitt, er geti verið henni til fyrirstöðu."3)
B. Um leysanleik næringarefna.
Framangreindar rannsóknir og uppruni jarðvegsins hér á
landi linígur hvorttveggja í eina átt um það, að hann standi
sízt að baki jarðvegi annarra landa um heildarmagn nauð-
synlegra næringarefna og að hannmuniyfirleittveramjögsvif-
efnaríkur. Þar í jarðvegi, sem þetta hvorttveggja fer saman,
mætti þá einnig telja líklegt, að nokkur hluti af helztu nær-
ingárefnum lians, svo sem kali og fosfórsýra væru i rafbundnu
formi og því hlutfallslega auðleyst fyrir jurtaræturnar. Levs-
anleiki þessara efna hefur þó mjög litið verið rannsakaður, en
meðal þess, sem Iiefur gefið bendingu í þessa átt, má telja til-
raunir Ræktunarfélags Norðurlands á árunum 1904—1908,
sem gerðar voru meðan verið var að þreifa fyrir sér um
notkun verksmiðjuáburðar hér á landi. Þessar tilraunir voru
um 50 að tölu, að vísu allar einfaldar og stóðu aðeins eitt ár,
en þær voru gerðar víðs vegar um land og á margs konar
jarðvegi. Var þeim þannig fyrir komið, að hvert áburðarefni
var reynt fyrir sig, þá hvert með öðru og svo öll til samans.
Samkvæmt niðurstöðum þessara tilrauna reiknast svo til, að
um 94% þeirra hafi sýnt glöggan köfnunarefnisskort, en
aðeins 6% vafasaman eða engan. 74% þeirra sýndu glöggan
fosfórsýruskort, en 26% vafasaman eða engan, en aðeins 35%
þeirra sýndu glöggan kalískort og 65% vafasaman eða engan.
Þetta kemur heim við það, sem reynslan staðfestir, að hér
á landi er yfirleilt skortur á köfnunarefni í auðleystum sam-
böndum, og Jiað bendir til Jiess, að svo fast sé haldið í fosfór-
sýruna, að viða sé þörf viðbótar i jarðveginn af auðleystum
samböndum. Aftur á móti virðist að kaliið sé nokkru gjöf-
ulla, svo allvíða strandi ekki á því, fyrst í stað, að ræktunar-
gróður nái sæmilegum þroska.
1) Hcr ncfnt efnageymslueðli.
2) Hér nefnd eindaskipti.
3) Búnaðarritið 1933, bls. 418.