Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 132
130
BÚFRÆÐINGURINN
Matthíasar uppeldisfræðings). Við fórum gangandi hina sömu
leið og ég hafði farið um haustið, en sendum dót okkar með
skipi til Sauðárkróks. Þetta var snemma í mai, en jarðabóta-
vinna við skólann átti jafnan að byrja um 14. mai.
Skólinn var þá tveggja ára skóli. Vor og haust var einkum
unnið að jarðabótum, húsabyggingum o. fl. Þá voru og
kenndar verklegar landmælingar og grasafræðisstundir hafð-
ar úti við og við. Að sumrinu gengu pillar að heyvinnu, ásamt
6—7 vinnukonum eða kaupakonum. Að vetrinum var bók-
námið og þátttaka í skepnuhirðingu. Vík ég nú nokkru nánar
að þessu, hvoru fyrir sig, ásamt félagslífi heimilisins og skól-
ans, húsakynnum o. f 1., eftir því sem ég bezt get munað.
Á þessum árum var ekkert skólahús búið að reisa. Gainli
bærinn („Neðri bærinn“), sein var frá tíð Hólabiskupa, var
þá notaður bæði i þarfir búsins og skólans. Á sinni líð hefur
hann verið allrammger og enn mátli hann heita slæðilegur.
Aðalfyrirkoinulag hans, að því er mig minnir, var þannig:
Aðalbyggingin var tvö langhús, snéru þau þvert við dalinn.
Framgaflar vóru úr timbri, að öðru leyti torfveggir og torf-
þak, víðast á súð. Inngangur var í framgafl nyrðra hússins.
Bæjardyrahúsið var rúmgott, eins og áður tíðkaðist á liöfuð-
bólum. Inn af bæjardyrahúsinu var herbergi, kallað Kvarnar-
skáli. Það var með lofti. Þar inn af, í el’ri enda langhússins,
var gamalt eldhús, notað þá mest til þvotta o. fl.
Úr Kvarnarskálanum var gangur gegnuin hliðvegginn inn í
liitt langhúsið, sem var aðalbústaðurinn. Voru öll herbergi
þess þiljuð innan, með gólfi, lofti, porli og skarsúð. Breidd-
in mun hafa verið 6 aln. í mesta lagi. Niðri var fremst blá-
máluð stofa, ýmist kölluð Bláastofan eða Efribekkur, því að
þar var piltum kennt síðari námsveturinn. Var hún — að mig
minnir — með tveimur gluggum á framstafni og mun hafa
tekið um 6 aln. af lengd langhússins. Þá var önnur stofa,
heldur minni, með einum glugga á hliðveggnum. Hún var
ómáluð, kölluð Hvítastofan eða Neðri-bekkur, því að þar fór
fram kennsla pilta fyrri námsveturinn. Úr Hvítuslofu voru
dyr l'ram í eldhúsið, sem tók næsl við. Inn i það lágu einnig
dyrnar gegnum hliðvegginn úr Kvarnarskálanum, sem áður
er getið. Inn af eldhúsinu, í efri enda langhússins, var lítið
herbergi. Var það — að minnsta kosti stundum — svefnher-
bergi ráðskonu.