Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 116
114
BÚFRÆÐINGURINN
OH ' eindum og mynda vatn. Raö verður því ekki jafngildi af verð-
mætum efnum, sem útrýmist, heldur þeim mun minna af þeim,
sem útrýmdum H^eindum nemur. 3) Útrýmd efni eru ekki alltaf
sama sem töpuð fyrir jarðveginn. Þau berast til með jarðvatninu og
getur þá eitthvað af þeim náð sér i sœti annars staðar þar, sem
cindahlutföllum jarðvegsins kann að vera á annan veg háttað. Þau
geta gengið í samband við lausar sýruleifar og myndað sölt og þau
geta borizt að jurtarótum og notazt af þeim.
Hins vegar eru kostir eindaskiptanna og þýðing þeirra fyrir
gróðurinn sú, að þau draga úr upplausnarstyrk þeirra efna, sem
mest er af i svipinn í jarðvatninu t. d. kringum áburðarkorn eða
önnur efni, sem eru að leysast upp, en sleppa í umferff öffrum
efnum, sem minna er til af. Þannig jafna þau efnastgrk jarffvatns-
ins og stuðla að því aff efnin dreifist sem jafnast um jarðveginn.
Með hliðsjón al’ verðmætustu efnunum mætti draga saman
helztu afleiðingar framangreindra eiginleika jarðvegsins á
þessa leið:
1. Kalí, ammoniak og kalk rafbindst í jarðvcginnm að tals-
vcrðu leyti, en fosfórsgran bindst aðallega á cfnislcgan hátt.
Iiali, fosfórsýra og ammoníak, meðan það er lil staðar, hald-
ast vel i jarðveginum, ltalk og aðrir basar bindast noklcru
lausara. Saltpéturssýra rafbindst ekki og myndar engin
varanleg sambönd, og þar sem ammoníakið er illa hæft lil
jurtanæringar og breytist fljótlega í saltpéturssýru, er þessu
mikilsverða næringarefni mikil hætta búin af bnrtskolun.
Þetta þarf því að taka til greina við notkun köfnunarefnis-
áburðar, og er þá mest trygging fyrir affallalitlum notum
Iians, að dreift sé á þeim tíma, sem jurtirnar geta hagnýtt
hann jafnóðum og hann kemst i jurtanærandi form.
2. Raffesting efnanna og önnur efnageymsla er að miklu
hundin við svifefni jarðvegsins. Leir- og moldkenndur jarð-
vcgur hefur því meiri líkur til góðrar efnageymslu en sand—
jarðvegur.
3. Raffesting efna og eindaskipti vinna í sameiningu að
efnageymshi í jarðveginum, miðlun á efnastyrk jarðvatnsins
og dreifingu upplej'stra efna um jarðveginn.1)
1) í framanskráðum kafla, og á nokkrum öðrum siöðum i riti þcssu,
hef ég vegna orðfæðar notað orðið „basi“ í víðtækari merkingu en sam-
rýinzt getur náinni efnafræðilegri skilgreiningu. Hef ég þar fordæmi
erlendra jarðvegsfræðinga, er lent liafa í sömu klípu.