Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 90
88
BÚFRÆÐINGURINN
svo súra jörð, að hún mundi krefjast meiri hækkunar en um
1 sýrustig, og með hliðsjón af bendingum tilraunanna um
það, að smáir kalkskammtar (2—4 tonn pr. ha) gefi mestart
gróðurauka, þá má gera ráð fyrir að víðast mundi arðvæn-
legast að hækka nokkru minna.
Um hagfræðihlið þess ináls, að nota kalk eða skeljasand
til ræktunarbóta, verður ekki sagt að svo stöddu. Næga til-
raunareynslu vantar og prófun víðs vegar um land. Það er og
mjög komið undir viðskiptaaðstöðu landbúnaðarins, flutnings-
kostnaði og verðlagi almennt, hvernig stenzt kostnaður og
ábati við þá jar^ðabót. Þess má einnig vænta, samkvæmt frani-
angreindum yfirlitsmælingum um sýrustig, að vér eigum liér
a landi við þá kostajörð að búa, að mestur liluti alls þurr-
lcndisjarðvegs og mikið af mýrum falli undir hagfelld sýru-
stig, eða sé svo Jítið neðan við grunsamleg takmörk, að það
standi ekki grasrækt fyrir sæmilegum þrifum. Og meðan
gnægð er lil af óræktuðu landi, mundi þess víða vera kostur
að sneiða frekar hjá þeim mýrum til ræktunaraðgerða, er súr-
astar reynast við mælingu.
V. KAFLI
Eðliseigindir jarðvegsins.
Þótt efniskostir jarðvegsins ráði miklu um gerð hans og
gróðrarmátt, koma þó enn rnörg atriði til greina og þá einkuin
þau, er nefna mætti eðliseigindir hans (fysiske Egen-
skaber). En eðliseigindirnar byggjast mjög á uppruna jarð-
vegsins, þróunarferli hans ásamt gerð og blöndunarhlut-
föllum lifrænna og ólífrænna efna. Þetta veldur aftur miklu
um það, hvernig kornabyggingu hans er varið og hversu
hann er lil vinnslu, um eiginleika hans gagnvárt vatni ha‘ði
fljótandi og frosnu, hversu hann bindur og geymir hita og
hver afslaða hans er gagnvart loftræslu. ■
A. Jarðvegstegundir.
Þegar rætt er um jarðvegstegundir í sambandi við eðlis-
eigindir jarðvegsins, er venjulegast að miða skipting þeirra
við uppruna jarðefnanna og hve grófgerð korn þeirra eru.