Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 52
50
BÚFRÆÐINGURINN
sjónarmiði er það galli, að moldarmyndun sé mjög hægfara,
því að efnaumsetningin er hægari og erfiðara að halda jörð í
hárækt. Því frekar er ástæða til þess fyrir okkur hér, að örva
hana með þeirn ráðum, sem völ er á, en þau eru: hæfileg
þurrkun, veðrun jarðvegsins við vinnslu og blöndun húsdýra-
áburðar saman við hann. Hins vegar er því ekki að neita, að
hæg sundurliðun lífrænna efna er eins konar búmennska frá
náttúrunnar hendi, einkum þar sem óræktuð jörð á í hlut.
Meðfram vegna þeirrar búmennsku hefur sal'nazt hér þykkri
jarðvegur en í flestum öðrum löndum, og vegna hennar eig-
um við enn meiri fjársjóði samansparaða í öllum oklcar mýr-
um og öðrum litt rotnuðum jarðvegi.
3. Moldarefnin.
Moldarefnin eru að nokkru aðgreinanleg eftir útliti þeirra.
Annar hlutinn er, sein stendur, kominn svo skammt áleiðis í
sundurliðun, að séð verður fyrir hinni upphaflegu byggingu
plantnanna. Þennan hluta mætti nefna torfefni og er hann
aðaluppislaðan i seigri jörð. Hinn hlutinn er svo langt ltom-
inn í sundurliðun, að upprunaleg bygging verður ekki greind.
Það er hin eiginlega mold og m o 1 d a r e f n i (humus). Þau eru,
meðan torfefnin ná ekki sama stigi, þýðingarmest i efnaskipt-
um og umsetning jarðvegsins. Sem heild eru þau myndlaust
samsafn efna í mismunandi torleysluin samböndum, móleit
eða dökk að lit. Auk uppnumlegra lifrænna eflirslöðuct inni-
halda moldarefnin einnig efnisleifar þess huldugróðurs, sem
að sundurliðuninni hefur unnið og þeirra smádgra, er i jarð-
veginum hafa lifað. Þetta er jafnvel hinn verðmætasli hluti
þeirra. Moldarefnin hafa mikið aðdráttarafl gagnvart upp-
leystum steinefnum, og eru þvi eins konar forðabúr verðmæt-
ari efna, sem svo geta notazt jurtagróðrinum. Þau eru gjörn
á að draga til sín vatn og aukast þá að rúmfangi, hafa því
þýðingu fyrir vatnsleiðslu jarðvegsins og varnir hans gegn
ofþurrki.
Heiidarefnasamsetning moldarefnanna er nokkuð mismunandi cftir
tcgund liins lífræna uppruna og þvf, hvernig sundurliðunin hefur farið
fram. Sem dæmi um cfnalilutföll þeirra á mismunandi stigum á móts
við gras skal tilfærð rannsókn á þessu i ensku svarðarlandi i inismun-
andi dýpi: