Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 40
38
BÚFRÆÐINGURINN
á bergefnaforða jarðvegsins fara fram, þá er svo talið, að
flestar þeirra heyri til einhverra af neðangreindum efnabreyt-
ingaleiðum: vatnsupplausn, vatnsmengun (hydration), sýr-
ingu (oxydation), afsýringu (reduktion) og eindagreiningu
(hydrolyse). Þessir breytingahættir eru þó að nokkru sam-
starfandi og gripa hver inn i annan, og öll eru þessi mál svo
flókin og jafnvel enn ekki í öllum greinum upplýst, að hér
verða aðeins nefnd nokkur dæmi.
a. Upplausn bergefna.
Þegar sú breyting verður á bergefnum jarðvegsins að einhver
hluti þeirra samlagast jarðvatninu, svo að um upplausn sé að ræða,
þá getur það orðið með tvennum hætti.
1. Að vatnið sjálft, þótt það sé efnislega hreint, hafi eyðileggj-
andi áhrif á kristallakerfi bergefnisins, svo að það allt, eða nokkuð
af efnum þess, samlagist vatninu í uppleystu ástandi án þess að
nokkur efnabreyting eigi sér stað. Sem dæmi um slíka upplausn, er
öllum er kunn, má nefna hvernig matarsalt leysist upp i vatni og
á sama hátt lcysist upp að fullu kalí-, natrón- og ammoniak-karbónöt.
Hreint vatn vinnur einnig að nokkru á kalki og magníumkarbón-
ötum og ýmsum fleiri söltum. Slíka upplausn, cr vatnið kemur
sjálft til leiðar, án ihlutunar annarra efna, mætti nefna einfalda
cða hreina upplausn og er hún þekkjanleg á þvi, að upp-
leysta efnið verður eftir ómengað, ef upplausnin er látin gufa upp.
2. Að vatnið innihaldi annarleg efni, er þá geta gcngið i efna-
samband við einhvern hluta þeirra bergefna, sem umeraðræðaog
þannig myndað nýtt efni, sem að öllu eða nokkru leyti er uppleys-
anlegt í vatni. Þetta mætti kalla efnislega (keinisk) eða
óbeina upplausn og það er hún, sem kemur mestu til leiðar
við upplausn bergefna jarðvegsins, allt frá þvi að vera meðverk-
andi við upplausn hinna auðleystu karbónata til þess að geta
noklcru áorkað, með nægilega löngum tíma, við upplausn hinna
torleystu silikata.
Þessar tvær tegundir upplausna vinna svo hönd i hönd í nátt-
úrunni, að erfitt er að gera þar upp á milli i einstökum atriðum.
Þegar því almennt er talað um upplausn bergefna, er ckki gerður
á þeim neinn sérstakur greinarmunur og verður svo ekki heldur
gert í þessu riti.
En nú er vatnið i náttúrunni aldrei.alveg efnislega hreint, sér-
staklega er jiað mjög næmt að draga til sín kolsýru (CO2)1) og
1) CO2 heitir að réttu lagi kolefnistvísýringur samkvæmt efnasainsetn-
ingu, en vegna þess, hvc nafnið er óþjált og rótgróin málvcnja hefur fest