Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 60
B U F RÆ Ð I N G U R I N N
58
sér þar efni til matar i stórum stíl. Þar sem þeir nú nota mikiö af
þvi, sem þcir sundurliða, sér til vaxtar og viðgangs, þá losnar
mikið af auðleystu efni til jurtanæringar jafnóðum og þeir falla
frá. Þetta notar gróðurinn til hins ýtrasla og etur sig nú grænan
og gróskumikinn í erfi svcppanna meðan föngin endast.
3. Bakteríur.
a. Frumforði köfnunarefnisins.
Köfnunarefnið er einna tregast allra efna að ganga sjálf-
krafa í sambönd við önnur efni. Þó getur engin lifvera jarðar-
innar án þess verið, og allar nota þær sambönd þess lil þess
jtð byggja upp sína eigin efnisheild, hvorl sem hún er stór
eða smá. Þessi tregða köfnunarefnisins annars vegar og þarfir
lifsins Iiins vegar hafa gert það að verkum, að þótt gnægð þess
sé jafnan nærtæk í andrúmsloftinu, þá skortir Jtað oft til
viðurværis, og það er meðal hinna dýrari efna, hvort sem þarf
að útvega sambönd þess dýrum eða jurtum. Það er því þeini
mun meiri ástæða til þess að kynnast lögmálum köfnunar-
efnisins og viðhafa hagsýni um alla meðferð þess til rækt-
unarþarfa.
Um uppruna köfnunarefnisins má nokkuð af því marka,
að það er meðal þeirra lofttegunda, sem brjótast upp í sam-
bandi við eldgos, og i hveralofti verður þess einnig vart. Lík-
ur eru því taldar til þess, að i upphafi árdaga liafi köfnunar-
efnið verið blandað frumefnum jarðar, en hafi svo eftir því
sem kólnun hnattarins þokaðist áleiðis, skilizt frá og lagzt
ásamt með súrefninu eins og verndandi lofthjúpur um jörð-
ina. Þessi aðskilnaður köfnunarefnis og steineínis hefur verið
svo alger, að tæpasl er talinn finnast vottur þess í nokkru
gosbergi, að undanskildum glerkenndum molum eða skán-
um, sein hafa kólnað svo fljótt, að köfnunarefnið var ekki
með öllu rokið burtu. Andrúmsloflið, með sin nálega 80%
köfnunarcfnis, cr því að heita má liinn cini frumforði alls
þess köfnunarefnis, sem til er á yfirborði jarðar, og þaðan eru
komin köfnunarefnissambönd jarðvcgsins og það, sem af þeim
finnst í fornum jarðlagamgndunum.
Þennan litla forða, sem í jarðveg og jarðlög hefur safnazt,
hefur orðið að þvinga út úr nægtabúri andrúmsloftins að
tveimur leiðum. Önnur er sú, að þegar eldingar leiftra um
loftið, þá myndast örlítið af köfnunarefnissýringi, sem svo