Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 32
30
BÚFRÆÐINGURINN
til þess að vera að öllu hlutlaus um matseldina. Hann getur
í einstökum atriðum haft hönd í bagga með hinum jarðvegs-
mótandi öflum og snúið þeim sór til hagsbóta eða nánar til
tekið þeim gróðri, sem hann vill rækta. Undirstaða þessara
aðgerða er þekking á jarðveginum og þeim lögum, sem hann
lýtur. Þess vegna leggja allar menningarþjóðir rækt við það
að kynnast jarðveginum, bæði almennt og séreinkennum
hans á hverjum stað, og að nota þá þekkingu á hagnýtan
hátt við jarðræktina.
Eftir þvi, hvernig myndun jarðvegsins hefur farið fram,
er hann mjög margs konar að gerð og mismunandi þykkur.
Þær efnisheildir hans, sem komnar eru frá berginu, geta
verið af ýmsum stærðum. Minnstu agnirnar kallast leir,
þá sandur, möl, og nái bergmolar nokkurra cm þvermáli,
nefnast þeir steinar eða grjót. Björg eða stórgrýti
eru oft í daglegu máli þeir steinar kallaðir, sem eru óineð-
færilegir án brots eða annara aðgerða.
Þar, sem lífrænar leifar eru i miklum hluta i jarðveginum,
köllum vér hann mold eða torf, eftir því hvort þær eru
myldnar eða trefjakenndar og seigar, en moldarefni
nefnast lífrænu leifarnar, þegar talað er um þær sem heild
og sem hliðstæðu við steinefnin, er frá berginu eru komin.
Sums staðar er laushundna efnið ofan á berginu svo tug-
um m skiptir að þykkt, annars staðar þunnt, eða það vantar
með öllu. Ef talað er um jarðveginn ón nánari aðgreiningar,
kallast efsta rótbundna lagið g r as s vö r ð u r, sé um gróið
land að ræða, en frjómold í görðum og akurlendum.
Dýpri jarðlög, víða meira blönduð grjóti og moldarefnasnauð,
kallast undirlag.
Hér skal svo nokkru nánar víkja að öflum þeim, sem mest
eru ráðandi við jarðvegsmyndunina. Skiptast þau aðallega
i tvo flokka og nefnist þá v e ð r u n það niðurbrot og upp-
lausn, er bergefnin verða fyrir, en m o 1 d a r m y n d u n um-
breyting sú og eyðing, er verður á lífrænum efnum.