Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 141
BÚFRÆÐINGUIUNN
139
Sagði liann það í meira lagi lélegan bónda, sein t. d. þelckti
ekki sauðkind frá nauti, en lítið væri það skárra að þeklcja
t. d. ekki sveifgras frá rottuhala. Aldrei man ég eftir, að við
fyndum jurt, sem hann virtíst í vafa um, hvað héti, enda
mátti svo að orði kveða, að hann kynni íslands Floru Chr.
Grönlunds (1881) utan að. Þessar stundir voru okkur kær-
komnar og var þá oft „glatt á Hjalla“.
Samhliða skurðagerð og flóðgarða fengum við dálitla æf-
ingu i hallamælingum. Einnig var, að vori eða hausti, tekinn
lími til verklegra æfinga við smálandmælingar og frumdrætti
að kortagerð.
í tíundu sumarvikunni voru fráfærurnar. Fór þá meiri
liluti pilta til smalamennsku og annarra starfa, er að fráfær-
unum lutu. í kví voru, eins og áður er getið, hátt á annað
hundrað ær. Það var verlc Magnúsar vinnumanns að sitja
ærnar á daginn, fram á Hóladal. Eftir kvöldmjaltir voru þær
vqktaðar heima til kl. 12—1, oftast af einhverjuin skólapilta.
Síðan voru þær hýstar og mjólkaðar snemma morguns áður
en þær voru látnar út. Þrjár til fjórar stúlkur mjólkuðu. En
einhver skólapilta var þeim til aðstoðar að „standa á milli“,
og halda í verstu fálurnar. Átti liann að sjá um, að mjaltirnar
væri vel og vandlega af hendi leystar. Á þeim árum voru
slúlkur leiknar i mjaltastarfinu.
Engin skilvinda var þá komin að Hólum, munu þær þá
tæpast hafa verið farnar að flytjast hingað lil lands, enda
þá ekki nema rúm 10 ár síðan fyrst var farið að nota þær í
Danmörku og gerð þeirra þá ófullkomin við það, sem síðar
varð. — Mjólkin var öll „sett“ í trogurn, og var það falleg
ilátabreiða.
Mjaltakonur hjálpuðu til að „setja“ mjólkina og þvo ílát.
Til útiverka voru þær oftast komnar kl. 10. Að öðru leyti
unnu matreiðslukonurnar að mjólkurvinnslunni. Voru þó
sjaldan nema tvær: ráðskonan og hjálparstúlka. Þriðja stúlk-
an var þó stöðugt inni; þjónaði hún öllum skólapiltum og
kennurum. Var það mikið starf, þegar allir komu inn að
kvöldi votir i fætur og jafnvel bæði hátt og lágt, sem oft bar
við, því verjur fyrir vatni tíðkuðust þá lítið. Bæði árin, sein
ég var á Hólum, hafði Rakel Jónasdóttir, sem síðar varð kon-
an mín, þetta starf á hendi.