Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 168
1 (5(5 B Ú F U Æ » INGURI NN
Sé miðað við þenna verðmun á matsflokkum — og er sízt
ástæða til að ætla, að sá munur verði minni, er endanlegt
verð hefur verið ákveðið fyrir árið 1941 —, hefðu bændur
og aðrir, er lóguðu fé hjá Kaupfél. Skagf. í fyrra liaust,
fengið kr. 20601.50 meira fyrir dilkakjötið, ef það hefði allt
verið fyrsta flokks vara. Þetta er væn t'úlga. Hversu miklu
mundi hún nema um landið allt? Víst er, að þar veltur á
hundruðum þúsunda.
Hér er um meira fé að ræða en svo, að bændur liafi efni
á að fara þess á mis. Það verður þeim sjálfum að skiljast —
öllum, undantekningarlaust. Því að svo er fyrir að þakka, að
hér má bæta úr með ýmsum ráðum. Til þess þarf fyrst og
fremst öflugan áróður og Ieiðbeiningar, sem ef til vill myndi
hezt verða fyrir komið í sambandi við eftirlits- og fóður-
birgðafélög. Fóðurskýrslur og afurða í slíkum félögum hafa
sjálfar í sér fólginn hinn ágætasta áróður, séu þær samdar
af nákvæmni og samvizkuseini. Þá væri þess og hin fyllsta
þörf að fjölga kynbótabúum sauðfjár, svo að sem allra flestir
fjáreigendur mættu að njóta þeirra áhrifa til umbóta, sem
þau eiga að hafa og geta vissulega liaft. En öruggasta ráðið
og vænlegast til skjótra áhrifa hygg ég þó vera myndi það,
að auka stigmun verðs á matsflokkum kjöts frá því, sem
verið hefur. Reynslan hefur sannað, svo að eigi verður um
villzt, að áhrifaríkasta aðferðin til umbóta á vöruframleiðslu,
er mikill verðmunur á matsflokkum sömu vörutegundar. Og
þeir, sem leggja sig alla fram um vöruvöndun, eiga hiklaust
að fá að njóta þess í stórum hærra verði, lilutfallslega. Væn-
Iegra uppeldismeðal í þessu sambandi verður trauðla fundið.
VII.
Markið, sem keppa ber að í sauðfjárræktinni, er þetta —
og fyrst og fremst þetta: Allt dilkakjöt sé góð fyrsta flokks
vara. Það er svo mikið hagsmunamál og metnaðar að ná sem
skjótast þessu marki, að eigi má í það horfa, þótt fórna verði
til þess bæði fé og fyrirhöfn.
Einhverjir kunna að líta svo á, að þessu inarlci verði naum-
ast náð nema í mestu landgæðasveitum. En þetta er háska-
samlegur misskilningur, sem, illu heilli, hefur orðið skálka-
skjól mörgum þeim manni, er metnað skorti og lifandi til-
finningu fyrir því, sem í einu iná verða til arðs og ánægju.