Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 26
24
BÚFRÆÐINGURINN
3. Gcibbró.
Berglegund þessi hefur fundizt á nokkruni slöðuni hér á
landi en víðast svo lítið, að það hefur litla þýðingu sem
jarðvegsmyndandi bergtegund. Gabbró er að mestu gert úr
kalkfeldspat (labrador eða anortit) og ágit, en auk þess nokk-
uð í því af seguljárni, ólivini o. fl. Það er hér oftast gráleitl.
að lit eða Ijósflikrótt, flest svo grófkorna, að kristalgerðin
sést með berum augum. Feldspatið er megin efni í ljósleitu
hrislunum, en ágít, seguljárn og ólivin í hinum dekkra
grunni milli þeirra. Gabbró er langhæfasta bergtegund hér á
landi lil steinsmíða, enda þegar dálítið notuð.
Þekktast er gabbróið í Vestra- og Eystrahorni við Horna-
fjörð, en hefur nú nýlega fundizt í nokkrum fjöllum sunnan
Vatnajökuls vestur til Öræfa. Annars staðar hefur gabbrós
verið getið í Víðidalsfjalli í Húnavatnssýslu, Lýsuhyrnu og
Þorgeirshyrnu á Snæfellsnesi og á Rafnseyri við Arnarfjörð.
4. Molaberg.
Eins og getið hefur verið hér að framan, er molaberg notað
sem jarðfræðilegt safnheiti á föstum jarðlögum, sem ytri
öfl jarðarinnar hafa hlaðið upp úr niðurmolnuðu og upp-
leystu efni frá frumbergtegundum landanna ásamt þeim
jurta og dýraleifum, sem í það kunna að hafa safnazt. Það
getur J)ví verið margvíslega samsett úr grjóti, möl, sandi,
leir, uppleystum og' aftur hörðnuðuin steinefnum og svo
lífrænum Jeifum. En hér á Iandi koma, auk Jjessa, sérstak-
lega til greina efni, sem eru hliðstæð gosbergsmyndununum
sjálfum og eiga rót sína að rekja til hinna innri afla, svo
sem eldfjallaaska, gjallmolar, vikur og J)á ekki sízt sérstakt
gosmulið bergefni, sem á erlendu máli hefur verið nefnt
j)alagonit, en hér verður nefnt mógler. 1 molabergsmynd-
unum hér á landi eru J)essi siðastnefndu gosmynduðu efni
í miklum meiri hluta, og þar sem þau eru að jafnaði móleit
að lit, hefur íslenzkan valið þeim táknrænt nafn og kallað
þau móberg. En nú er því svo háttað, að móbergið er víða
blandað inargs konar öðrum myndunuin s. s. vatnamöl,
sandi, leir og ýmis konar jökulmenjum; hefur J)ví móbergs-
nafnið orðið eins konar samheiti fyrir allar þessar myndanir
og Jiannig er það notað hér, J)ar sem ekki er nánara ákveðið.