Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 85
BÚFRÆÐINGURINN
83
vegna foks og flulnings á efni, fæst ekki slíkur samanburður
neina á stöku stöðum. Rök jörð og moldarmikil er að jafn-
aði súrari en lausbundin fokjörð og því nær, sem jarðvegur-
inn er hreinni fokjarðarmyndun, því síður mun honum iiætta
til súrs.
Samkvæmt rannsóknum höfundar á ýmsum jarðhitasvæð-
uni, virðast þau alveg sérstaklega afbrigðileg að sýrufari.
Sums staðar er sýringin neðan við allar hellur, annars staðar
basisk jörð, eða þá einhvers staðar þar á milli. Sýrufarið get-
ur þar verið breytilegt frá einum stað til annars, þótt útlit
jarðvegsins sé hið sama og örskammt á milli. Til þessa bendir
einnig hið afbrigðilega gróðurfar, er víða á sér stað við jarð-
hita og jafnvel algert gróðurleysi á sumum stöðum, þótt of-
liita sé ekki um að kenna. Hvergi er því eins mikil þörf
sýrurannsókna og við ræktun við jarðhita, það því frekar,
sem uppskera er svo verðmæt af flatanmálseiningu, að við-
eigandi umbætur með kölkun mundu gefa góðan fjárhags-
legan árangur. Ástæðan fyrir þessum afbrigðum mun vera
mismunandi sundurliðunarstig í bergefnum hverasvæðanna,
og að neðanjarðarhitanum er víða samfara eitthvað af brenni-
steinssúrum gufum, svo að brennisteinssýringar gætir meira
en i venjulegum jarðvegi.
Höfundur hefur gert nokkurn samanburð á upplausn forn-
bergs frá Norðurlöndum og ísl. bergtegunda. Kom þar í ljós,
að það myndast sterkari basaupplausn af basalti og sumum
móbergsafbrigðum en af granít og gneis 6. fl. erlendum berg-
tegundum. Einungis fornar norskar leirsteinsmyndanir (Sil-
ur) standa þeim framar, enda mengaðar Jcalki fornra sæ-
dýra. Upplausn af lipariti er áþeldtt basamenguð og af forn-
lierginu. f samræmi við þessa sterku basisku upplausn ís-
lenzlíra bergmyndana liefur höfundi einnig reynzt jölíulár-
vatn hafa liærri pH tölu en vatn, sem einungis ltemur úr
bráðnum fönnum, án þess að hafa blandazt nýmuldu liergi.
Allt þetta, ásamt þvi, að jökullcirinn hér á landi er ijfirleitt
basiskur, bendir til þess, að það sé liinn sérstaki basamáttur
isl. bergtegunda, sem hcldur jarðvegi hér á landi svo hátt
uppi i eindahlutföllum, og sem þá um leið er merki þess,
að þær mcgna að miðla honum nokkurnveginn viðhaldi af
basiskum steinefnaforða.